Námskeið í leikbrúðugerð á Textílverkstæðinu
fimmtudagur, 5. október 2023
Námskeið í leikbrúðugerð á Textílverkstæðinu
Námskeið í leikbrúðugerð verður haldið á Textílverkstæðinu helgina 7. og 8.október.
Fyrirbærið leikbrúður kveikja endalaust á ímyndun hjá börnum og fullorðnum. Það að búa til sína eigin leikbrúðu í talsvert löngu ferli tekur þann sem vinnur í ímyndað ferðalag sem getur tekið ýmsar stefnubreytingar á leiðinni. Auk skapandi ferlisvinnu lærir sá sem tekur þátt að vinna með handverk á skapandi hátt. Leikbrúðan getur gegnt mikilvægu hlutverki bæði hvað varðar að kynnast verkþáttum og hráefnum við að hanna leikbrúðuna og eins notkunarmöguleikum þegar hún er fullgerð. Hún verður að sögupersónu sem hægt er að nýta á mjög svo fjölbreyttan hátt í kennslu og samþætta þannig list- og verkgreinar við almennt skólastarf.
Kennarar námskeiðsins eru: Ólöf Ágústína Stefánsdóttir, textíl – og almennur grunnskólakennari og Sigríður Sunna Reynisdóttir, leikmynda- og búningahönnuður.
Kennt verður laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. október kl. 9:00-15:00
Kennsla fer fram á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum Thorsvegi 1, 112 Reykjavík.
Hægt er að finna frekari upplýsingar og skrá sig hér: https://tex.is/boka/namskeid/leikbrudur/--