Michael Merkel: Tvöhundruð og tíu sjúkrabílar
fimmtudagur, 26. september 2024
Michael Merkel: Tvöhundruð og tíu sjúkrabílar
English below
Gestalistamaður mánaðarins, Michael Merkel, opnar dsýningu á verkum sínum föstudagskvöldið 27. september kl. 19.30 í Deiglunni. Sýningin verður opin laugardag og sunnudag 28. og 29. september frá 14 - 17. Aðeins þessi eina sýningarhelgi.
Michael sýnir verk af læknisfræðilegri efnisskrá sinni í Deiglunni. Á sýningunni verða teikningar byggðar á segulómunarmyndum (MRI) ásamt stóru safni hans af leikfangasjúkrabílum. Eins og titilinn gefur til kynna eru þetta verk með læknisfræðilegt þema og fjalla um varnarleysi, kreppu og leit að hjálp. Með notkun sinni á óhefðbundnum efnum og ólíkum listrænum nálgunum skoðar listamaðurinn táknmyndir sársauka og þjáningar.
Michael Merkel er fæddur í borginni Dresden árið 1987. Hann lærði fyrst til myndskera, því næst lagði hann stund á þýskar bókmenntir, menningarfræði og listasögu í Dresden og Wrocław (B.A.). Þaðan lá leið hanns í frekara nám í myndlist við Listaakademíuna í Wrocław, Bauhaus háskólann í Weimar og Listaakademíuna í Dresden (Dipolma, Meisterschüler). Michael hefur unnið að margvíslegum verkefnum í gegn um tíðina og sýnt list sína margoft bæði í Þýskalandi og á alþjóðavettvangi. Merkel hefur hlotið fjölmarga námsstyrki og styrki vegna listrænna verkefna. Hann er einnig hluti af stjórnendahópi GEH8, lista- og menningarmiðstöðvar í Dresden, þar sem hann hefur umsjón með dagskrá og almannatengslum.
Michael Merkel, the guest artist of the month, will present works from his medical repertoire at Deiglan. The opening takes place on friday the 27th of september at 19.30 and the exhibition is open saturday and sunday from 14 - 17. The exhibition will feature a series of drawings based on MRI images, alongside his extensive collection of toy ambulances. True to its title, Merkel’s medical-themed works focus on vulnerability, crisis, and the search for aid. Using a diverse range of unconventional materials and artistic techniques, the artist delves into the iconography of pain and suffering
Michael Merkel, born in Dresden in 1987, first trained as a wood sculptor before studying German Literature, Cultural Studies, and Art History in Dresden and Wrocław (B.A.). He further pursued studies in Fine Arts at the Wrocław Art Academy, Bauhaus University Weimar, and the Academy of Fine Arts in Dresden (Dipolma, Meisterschüler). In addition to curating various projects, he has exhibited his work multiple times both in Germany and internationally.
Merkel has received numerous scholarships and project grants for his artistic work. He is also part of the management team at GEH8, an art and cultural center in Dresden, where he oversees programming and public relations.
His artistic practice is distinguished by its versatility, evident in his use of a wide range of materials and techniques, as well as in the themes and discourses he engages with. His body of work spans drawing, photography, collage, and object art, as well as temporary installations in public spaces. Merkel’s work combines technical mastery with meticulous attention to detail, and it is marked by a distinctive, humorous, and innovative artistic approach.