top of page

Menningarsjóður Íslands og Finnlands: Opið fyrir umsóknir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 17. febrúar 2022

Menningarsjóður Íslands og Finnlands: Opið fyrir umsóknir

Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Íslands og Finnlands.

Sjóðurinn veitir árlega styrki til einstaklinga, samtaka, félaga og stofnana vegna verkefna sem geta orðið til að efla samskipti Íslands og Finnlands á sviði menningar, lista, atvinnulífs og þjóðlífs almennt.

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna verkefna sem eru fyrirhuguð á síðari hluta ársins 2022 og fyrri hluta ársins 2023.
Frestur til að leggja inn umsóknir um styrki úr sjóðnum vegna þessa tímabils rennur út 31. mars 2022.
Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, norsku, finnsku eða ensku.

Einungis er hægt að sækja um rafrænt á: www.hanaholmen.fi.
Fyrirspurnir vegna umsókna má senda á: fonderna@hanaholmen.fi
Frekari upplýsingar um Menningarsjóð Íslands og Finnlands má finna á vefnum www.hanaholmen.fiStjórn Menningarsjóðs Íslands og Finnlands

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page