top of page

Megan Auður: Að gefnu tilefni rándýr

508A4884.JPG

fimmtudagur, 14. nóvember 2024

Megan Auður: Að gefnu tilefni rándýr

English below

Sýningin opnar Föstudaginn 15. Nóvember klukkan 20:00, og er opin 16. & 17. 14:00 – 17:00.

Að gefnu tilefni rándýr er sýning á skúlptúrum eftir Megan Auði. Sýningin hugleiðir reiði í kjölfar kynbundins ofbeldis og áreitis.

Núna með yfirsýn sé ég að verkin bera öll með sér ákveðna mildi og hrygð. Og reiði mín gerir það líka.
Að vera alin upp sem kona í íslensku samfélagi ígræðir hugmyndir um að taka ekki of mikið pláss. Að vera „næs“ til að komast úr, eða hreinlega lifa af ógnandi aðstæður.

Ég upplifi ekki örryggi úti á götu, í vinnunni, heima eða í eigin síma vegna áreitis þeirra sem neita að virða mörk, þeirra sem neita að virða mannréttindi.

Hannah Arendt sagði að við erum frjáls til þess að breyta heiminum og skapa í honum eitthvað nýtt. Þetta frelsi hefst ekki í barnalegri bjartsýni, en í þeirri staðhæfingu að við erum til sem þenkjandi manneskja með samkennd í samanlífi.

En,
Ég er orðin þreytt.
Ég er orðin leið.
Ég er orðin reið á því að öskra með orðum og gjörðum „Ég er manneskja!“ Öskra á eyru sem geta ekki heyrt það. Geta það ekki skilið né virt.

Hvert á þessi reiði að fara? Ef við brennum ekki allt og byrjum upp á nýtt?
Ef ég neita að leyfa henni að seytla inn á við og brenna mig eða mína nánustu?

Að gefnu tilefni rándýr leitar, hugsanlega án árangurs, að svörum við þessum spurningum.

Í nýlegri bók segir Johanna Hedva „ Þessi bók var skrifuð á tímum þar sem heimurinn varð grimmari en við getum þolað, og eitthvern hátt er búist við að við þolum það áfram.“ Það á líka við um þessa sýningu.

Björk segir „Vonin er vöðvi“
Og verðum við ekki að vona það? Til að eitthvernvegin þola áfram.

Sýningin er styrkt af Launasjóði Listamanna.

Megan Auður er listakona og aktívisti sem vinnur með pedagógíska nálgun að reynslusögum um áföll og bata, með því að skapa umgjarðir fyrir samtöl, stuðning og sameiginlega ímyndun af mögulegri framtíð. Megan vinnur útfrá hugmyndafræði um skörunar feminisma.

Megan útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskólanum í Utrecht (HKU) og hefur síðan unnið á ýmsum sviðum myndlistar, meðal annars sem myndlistarkona, kennari, aktívisti, rithöfundur og sýningarstjóri.
Á ferli sínum hefur hún komið að því að stofna ýmis langtíma samstörf svo sem Tools for the Times (2019- ), og málefnahópsins AIVAG, Artists in Iceland Visa Action Group (2021- ).

Megan hefur áður starfað með Nýlistasafninu, Listasafni ASÍ, Kuno Bienalle, Kunsthalle Wien, Centraal Museum Utrecht, IMPAKT hátíðinni og BAK, basis voor actuelle kunst. Auk þess hélt hún sýna fyrstu einkasýningu hjá Kaktus árið 2016.



The exhibition opens on Friday, November 15 at 20:00, and will be open on November 16 & 17 from 14:00 – 17:00.

Circumstantial Predator is an exhibition of sculptures by Megan Auður. The exhibition reflects on rage in the aftermath of gender-based violence and harassment.

Now, with hindsight, I see that all the works carry a certain gentleness and sorrow. And so does my rage.
Being raised as a woman in Icelandic society infects you with the idea of not taking up too much space. Being nice to get by or simply to survive threatening circumstances.

I do not feel safe on the street, at work, at home, or even in my own phone, because of the harassment by those who refuse to respect boundaries, those who won’t respect human rights.

Hannah Arendt said that we are free to change the world and create something new within it. This freedom does not begin with reckless optimism, but with the determination to exist as a fully living, thinking person in a world among others.

But,
I am tired.
I am sad.
I am angry to have to scream with words and with actions, “I am a person!” Shouting into ears that cannot hear it. Who cannot understand it. Who cannot respect it.
Where is this anger supposed to go?
If we don’t burn everything down and start anew?
If I refuse to let it seep inward and burn me or my loved ones?

Circumstantial Predator is created as a response to this situation, it seeks, possibly without success, answers to these questions.

In a recent book, Johanna Hedva writes, "This book was written at a time when the world became more brutal than we can take, and somehow, we are expected to take it." This also applies to this exhibition.
Björk says, “Hope is a muscle.”

And mustn’t we hope it is? To somehow endure further.
-
The exhibition is supported by The Artists' Salary Fund.

Megan Auður is an interdisciplinary artist and community organizer. She works with a pedagocical approach to ideas of intersectional feminism and in that work centers trauma and healing, through creating frameworks for dialogue, support and collective imaginations of possible futures.

Megan holds a BA in Fine Arts from HKU University of the Arts Utrecht (2020) and has since worked in various fields of art, including as an artist, teacher, activist, writer and curator.

In her practice she has co-initiated various long-term collaborations – such as the initiative Tools for the Times (2019- ongoing), and the advocacy group AIVAG, Artists in Iceland Visa Action Group (2021-ongoing).
Megan Auður has previously worked with The Kuno Bienalle, Basis Voor Actuele Kunst, Kunsthalle Wien, and the Impakt festival. As well as her first solo exhibition at Kaktus in 2016.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page