top of page

Litla Gallerý: Útkall / Open Call - Vetur/Vor 2022

508A4884.JPG

þriðjudagur, 30. nóvember 2021

Litla Gallerý: Útkall / Open Call - Vetur/Vor 2022

ÚTKALL TIL LISTAMANNA
Litla Gallerý óskar eftir sýningarumsóknum og tillögum frá listamönnum fyrir vetur-vor 2022.
Hefðbundið sýningartímabil er frá föstudegi-sunnudags með möguleika að byrja sýningu á fimmtudagskvöldi, samtals 4 daga og er sýningargjaldið 43.400,- kr. Hægt er að sækja um fleiri tímabil og þannig lengja sýningartímabilið.
Umsóknarfrestur til 31. desember 2021 - nánari á www.litlagallery.is

Rýmið
Litla Gallerý er vettvangur fyrir listafólk sem sækist eftir því að koma faglegri og metnaðarfullri listsköpun sinni á framfæri við almenning. Þannig skilgreinum við okkur sem listamannamiðað gallerí með áherslu á myndlist og sækjumst við eftir því að skapa samtal milli íslenskra og erlenda listamanna við listunnendur og auka þar með við fjölbreytileika í íslensku lista– og menningarlífi.

Litla Gallerý er listamannarekið gallerí í þeim skilningi að það eru listamennirnir sem gera okkur kleift að reka rýmið með því að greiða vægt gjald fyrir sýningartímabilið sem fer í að standa straum af rekstrarkostnaði sýningarrýmisins. Listamenn setja sjálfir sýningu og ákveða sjálfir hvort um sölusýningar er að ræða eða ekki og tekur Litla Gallerý enga þóknun af seldum verkum.
Nánari á https://www.litlagallery.is/um

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page