Listasafn Reykjavíkur: Snertitaug - Leiðsögn listamanns og sýningarlok
föstudagur, 18. mars 2022
Listasafn Reykjavíkur: Snertitaug - Leiðsögn listamanns og sýningarlok
Snertitaug: Leiðsögn listamanns og sýningarlok
Laugardag 19. mars kl. 14.00 í Hafnarhúsi
Ásgerður Birna Björnsdóttir myndlistarmaður segir frá sýningu sinni Snertitaug í D sal Hafnarhússins laugardaginn 19. mars. Síðasti dagur sýningarinnar er sunnudagurinn 20. mars.
Skráning Hér - https://listasafn.enterpriseappointments.com/v2/#book/location/2/category/2/service/246/count/1/provider/255/date/2022-03-19/time/14:00:00/
Ásgerður Birna Björnsdóttir (f. 1990) lauk BA-prófi í myndlist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2016. Verk Ásgerðar Birnu eiga sér stað á breiðum efnislegum skala; örfínar agnir, kílómetrar af rafmagnsvír, línudans á mörkum þess áþreifanlega og ósnertanlega. Á sýningunni setur hún fram verk sem best er lýst sem ljóstillífandi innsetningu. Sólarrafhlöður safna í sig orku sem knýja áfram vídeó-verk. Birtuskilyrði og hækkandi sól stýra því hvernig verkið birtist dag frá degi.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.