top of page

Listasafn Einars Jónssonar: Safn Rósu Gísladóttur - sýningaropnun

508A4884.JPG

fimmtudagur, 23. júní 2022

Listasafn Einars Jónssonar: Safn Rósu Gísladóttur - sýningaropnun

Safn í safni

Föstudaginn 24. júní kl. 17 opnar sýningin Safn Rósu Gísladóttur í Listasafni Einars Jónssonar (LEJ) sem jafnframt er 99 ára afmælisdagur safnsins.

LEJ er fyrsta listasafn landsins sem opnað var almenningi í eigin húsnæði. Það byggir á gjöf Einars Jónssonar (1874-1954) til Íslensku þjóðarinnar en gjöfinni fylgdi kvöð um að reisa einkasafn yfir verk hans. Á sýningunni tekst Rósa Gísladóttir (f. 1957) á við hugmyndina um hið karllæga einkasafn í opinberu rými og býr til sitt eigið safn með tilvísunum í arkitektúr og tilurð LEJ. Öll verkin á sýningunni eru ný. Rósa sækir innblástur í verk Einars en hugmyndafræðin er einnig sótt í smiðju samtímamanns hans, úkraínska framúrstefnulistamannsins Kazimírs Malevitsj (1879–1935). Á þriðja áratug 20. aldar gerði Malevitsj skúlptúra sem hann kallaði „arkitekton“, abstrakt líkön sem minna á byggingar.

Listasafn Einars Jónssonar er opið 12-17 alla daga nema mánudaga. Sýningin stendur til 25. september.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page