top of page

Listasafn Íslands: Listaverkasafn afhent til framtíðarvörslu

508A4884.JPG

fimmtudagur, 6. janúar 2022

Listasafn Íslands: Listaverkasafn afhent til framtíðarvörslu

Listasafni Íslands var, þann 5. janúar sl., afhent listaverkasafn hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar sem kenndur var við Síld og fisk, til framtíðarvörslu. Listaverkasafnið skartar perlum íslenskrar listasögu, ekki síst þeirra listamanna sem teljast til frumherja íslenskrar málaralistar en safnið inniheldur drjúgan hluta þeirra myndlistarmanna sem störfuðu á fyrstu áratugum síðustu aldar og kynslóðirnar samtíða þeim hjónum.

Listaverkasafnið er eign Listaverkasjóðs Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur sem stofnaður var af Ingibjörgu, ekkju Þorvaldar og börnum þeirra, Geirlaugu, Skúla og Katrínu um síðustu aldamót. Að ósk stjórnar sjóðsins og erfingja þeirra hjóna, er Listasafni Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneyti falin stjórn sjóðsins.

Sjá nánar

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/01/05/Einstakt-listaverkasafn-afhent-Listasafni-Islands/
Mynd tekin af vef Stjórnarráðsins

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page