top of page

Jónsmessugleði Grósku 2022: Þátttökuboð

508A4884.JPG

fimmtudagur, 28. apríl 2022

Jónsmessugleði Grósku 2022: Þátttökuboð


Við minnum á skráningu á Jónsmessugleði Grósku sem verður haldin í þrettánda sinn 23. júní kl. 19:30-22 við Strandstíginn í Sjálandshverfi Garðabæjar. Í þetta sinn er þemað “ljós og skuggar”. Þemað er teygjanlegt, – notið hugmyndaflugið.

Þátttökugjald er 3.500 kr. og innifalið í því er sérhannaður Jónsmessustrigi fyrir þau ykkar sem eruð með myndverk ásamt lokahófi eftir Jónsmessugleði þar sem sýnendum ásamt mökum er boðið upp á sælkerasúpu og aðrar ljúfar veitingar. Í boði er að sýna eitt eða tvö verk fyrir þátttökugjaldið. Stofnaðar verða kröfur í heimabanka.

Skráningarfrestur er til og með 15. maí og þið getið skráð ykkur á meðfylgjandi slóð:

https://forms.gle/ghVMFDJMtGDRDuf78

Munið að smella á senda / submit. Staðfesting á skráningu birtist á skjánum.
Þið getið sótt Jónsmessustrigann í Gróskusalinn, 2. hæð við Garðatorg 1, Garðabæ, helgina, 30. apríl til 1. maí kl. 13:30-17:30 (þ.e. meðan Sumarsýning Grósku er opin í salnum).

Undirbúningur og viðvera
Á sýningardaginn 23. júní mæta allir sýnendur og setja upp eigin verk. Þetta er auðvelt og við erum á staðnum og leiðbeinum ykkur. Jafnframt er gert ráð fyrir að sýnendur séu sjálfir við verk sín um kvöldið. Þið verðið mögulega einnig beðin um að taka þátt í sameiginlegri undirbúningsvinnu og leiðum við hana líka. Margar hendur vinna auðvelt verk.

Fyrir þá sem ekki hafa áður tekið þátt: Hvað er Jónsmessugleði Grósku?
Jónsmessugleði Grósku er myndlistarsýning með listviðburðum. Tveir staurar eru settir niður fyrir hvern sýnanda og eru strigarnir með málverkum strengdir milli þeirra. Málverkin þurfa að vera lárétt, þ.e. í landslagsformati (sa. 94x127 sm). Sumir eru með önnur myndverk og nýta þá strigann sem bakgrunn. Aðrir hafa komið með skúlptúra og innsetningar enda hvetjum við til fjölbreytileika í listmiðlum. Mikilvægt er þó að hafa í huga að straurarnir og strigarnir mynda ramma um verkin og gefa sýningunni áferðarfallegt heildaryfirbragð.

Myndir frá síðustu Jónsmessugleði:

https://www.facebook.com/media/set/?set=a.4249987378399664&type=3

https://www.facebook.com/media/set/?set=a.4258200690911666&type=3

Á Jónsmessugleði Grósku eru margvísleg listaverk til sýnis í töfrandi umhverfi og jafnframt er boðið upp á dagskrá með fjölbreyttum listviðburðum. Einkunnarorð Jónsmessugleði Grósku eru: gefum, gleðjum og njótum og slá þau tóninn fyrir þá notalegu og skemmtilegu stemningu sem ríkir um kvöldið. Að venju lýkur gleðinni svo með eftirminnilegum gjörningi sem sýnendur taka þátt í. Engar áhyggjur: Gjörningurinn er einfaldur og ykkur verður leiðbeint.
Þúsundir gesta hafa streymt á Jónsmessugleði Grósku á hverju ári og þetta er því kjörið tækifæri fyrir listamenn til að koma sköpun sinni á framfæri og kynnast öðrum listamönnum.

Sýningin verður mögulega látin standa í nokkra daga við Strandstíginn eins og í fyrra og ráða sýnendur sjálfir hvort þeir vilja taka þátt í því.
Nánara skipulag verður auglýst síðar fyrir þátttakendur.

Stjórn Grósku
sími 691 3214
Gróska – Félag myndlistarmanna í Garðabæ

https://www.facebook.com/groska210/
https://www.instagram.com/groskamyndlist/

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page