top of page

Hverfisgallerí: Mitt litla líf - pappír eða plast - Davíð Örn Halldórsson

508A4884.JPG

miðvikudagur, 30. mars 2022

Hverfisgallerí: Mitt litla líf - pappír eða plast - Davíð Örn Halldórsson

HVERFISGALLERÍ býður þér á opnun stofusýningar Davíð Arnar Halldórssonar, Mitt litla líf – pappír eða plast, fimmtudaginn 31. mars kl. 17 til 19 // See English below

Á stofusýningunni „Mitt litla líf – pappír eða plast“ í Hverfisgalleríi sýnir Davíð Örn Halldórsson yfir 50 innrömmuð myndverk unnin í Stuttgart í Þýskalandi þar sem hann býr og starfar. Davíð Örn notast við mismunandi aðferðir við listsköpun sína en öll myndverkin á sýningunni eiga það sammerkt að listamaðurinn leitast við að fegra fundið efni með eigin fantasíu um liti og form. Við meðhöndlun Davíðs Arnar á þessu fundna efni má vart á milli sjá hvort pappír eða plast um ræðir. Verkin eru flestöll unnin síðastliðin þrjú ár.

„En ég tók það ekki með í reikninginn, að þótt morgunstund sé björt og fögur, getur oft syrt að, er á daginn líður, illviðri skollið skyndilega á, kvöldið kolsvart, glórulaust myrkrið komið fyrr en varir – vorið reynst bara draumsýn svefns- eða vökuvitundarinnar, hilling, skynvilla!
(Jóhannes Birkiland, Harmsaga æfi minnar)
Íslenska málverkið vekur eilíflega upp tvær spurningar á meðal þeirra sem á horfa, hvort heldur er í heimahúsum eða á listasöfnum. Sú fyrri er þessi: Hvar er þetta? Og fáist ekki svar við því, hvar þetta er, þá kemur hin, alltaf: Er ekki rosalega mikil vinna í einni svona mynd?
Davíð Örn fær sjaldan fyrri spurninguna, og þó svo væri, og næði hann að svara henni með t.d.: „Þetta er Keilir um hádegisbil á aðventunni“ – Þá er svarið alls ekki marktækt í huga spyrjandans, lætur jafnvel í eyrum hans sem svæsin móðgun, enda er nafn verksins kannski Zwei Pokale und a heavy hand, nú eða, (þetta er) More than fullt.

Því er vænlegra að mæna á smáatriðin í verkum Davíðs Arnar og spyrja með íslenskum vinnudyggðarmálrómi hins deyjandi manns: Er ekki rosalega mikil vinna í einni svona mynd?
Listamaðurinn myndi líklega svara þessu eitthvað á þessa leið: „Öll mín vinna er lítilræði, upphugsuð á björtum morgni af ákveðnum metnaði en þó um leið sjálfsagðri hógværð, vitandi að mestmegnis er hún misheppnuð að kvöldi, smámunir.“ En með sjálfum sér myndi Davíð Örn bölva spyrjandanum fyrir að hafa ekki haldið sig við fyrri spurninguna, því að Zwei Pokale und a heavy hand er í huga hans bæði Keilir um hádegisbil á aðventunni og heilmikil vinna sem keyrðu hann í gegnum bjart og fagurt morgunsárið en líka draumsýn vökuvitundarinnar sem reyndist svo hilling, skynvilla.

En væri hann spurður þriðju spurningarinnar, sem fjallaði jafnvel eitthvað um list, gæti hann ekki fyrir sitt litla líf svarað henni. Nema kannski með annarri sýningu – sem þessi sýning auðsjáanlega er ekki.
Guðmundur S. Brynjólfsson

Davíð Örn Halldórsson (f. 1976) býr og starfar í Stuttgart, Þýskalandi. Davíð hefur mestmegnis unnið við málverk síðan hann útskrifaðist af myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Hann hefur unnið með óhefðbundnar málunaraðferðir; málað og spreyjað með mismunandi málningu á fundna hluti, viðarplötur, póstkort, húsgögn. Fyrri verk Davíðs Arnar hafa oft samanstaðið af máluðum innsetningum.
Verk Davíðs Arnar byggjast yfirleitt á tilviljunum úr hversdagslífinu. Þau eru persónuleg úrvinnsla úr umhverfi hans sem hann varpar fram í myndmáli sem vísar með beinum og óbeinum hætti í listasöguna. Bakgrunnur Davíðs Arnar í grafík er einnig sjáanlegur í verkum hans sem efnislegur grunnur sem hann byggir list sína á. Davíð Örn hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á Íslandi og víða erlendis. Hann árið 2014 hlaut hann hin virta Carnegie Art Award styrk í flokki ungra listamanna.
Frekari upplýsingar veita: Sigríður L. Gunnarsdóttir: 864-9692. Netfang: sigridur@hverfisgalleri.is og Katrín Eyjólfsdóttir: 661-1456.Netfang: katrin@hverfisgalleri.is.

//
HVERFISGALLERÍ invites you to the opening of Davíð Örn Halldórsson‘s exhibition My Little Life – Paper or Plastic Thursday 31.3. at 5pm

In his solo exhibition, „My Little Life – Paper or Plastic“ in Hverfisgallerí's livingroom space, Davíð Örn Halldórsson displays more than 50 framed pictures created in Stuttgart, Germany, where he lives and works. Davíð Örn uses different methods in his art creation but common with all the works is that the artist seeks to beautify found materials with his own fantasy about colour and form. Once he has treated the material, it is hard to tell if it is paper or plastic. Most of the works stem from the last three years.
“But I didn’t take into account that although the morning is bright and glorious, it can often grow dark as the day progresses, tempestuous weather can break out, the inky black evening, the relentless darkness envelops us before we know it – spring is just an illusion of sleeping or waking consciousness, a mirage, a phantasm!”

(Jóhannes Birkiland, Harmsaga æfi minnar)
The Icelandic painting always raises two questions with its viewers, be it in someone’s home or in an art museum. The first one is: What place is this? And if this cannot be answered, the other one always follows: Isn’t it a lot of work to paint a picture like this?
Davíð Örn is rarely asked the first question, and even if he were, and he’d answer it with, for example: “This is Mt. Keilir at noon during Advent” – the answer would not sound significant to the questioner, might even sound like a terrible insult as the title of the work might be Zwei Pokale und a heavy hand, or (þetta er) More than fullt.

Thus, it is more promising to gaze at the details in Davíð Örn’s work and ask with the Icelandic work-virtue voice of the dying man: Isn’t it a lot of work to paint a picture like that?
The artist’s answer might be something like this: “My whole work is but a trifle, formulated on a bright morning with some ambition but at the same time with obvious modesty, knowing that it is mostly a failure at night, trivial matter.” But to himself, Davíð Örn would curse the questioner for not sticking to the first question because Zwei Pokale und a heavy hand is to him both Mt. Keilir around noon during Advent and a lot of work that drove him through the bright and glorious morning but also the dream vision of his waking consciousness that turned out to be a mirage, a phantasm.
But if he were asked the third question, which might be something about art, he wouldn’t be able to answer it on his life. Except perhaps with another exhibition – which this exhibition is obviously not.
Guðmundur S. Brynjólfsson

Davíð Örn Halldórsson (b. 1976) lives and works in Stuttgart, Germany. Halldórsson mainly works with painting as he has done since graduating from the Visual Arts department of The Icelandic Academy of the Arts in 2002. In this time, Halldórsson has explored unconventional methods of painting; painting and spraying with different paints on found objects. His earlier works are often composed of painted installations, painting on found furniture, floors, ceilings and walls.
Halldórsson’s works are often based on events of the daily life; a personal processing of his surroundings, carried out in a visual language, with direct and indirect references to Art History. His background in printing is as well evident in his works; it is the material ground on which the artist builds his practice on.
Halldórsson has held several solo exhibitions and participated in group exhibitions in Iceland and internationally. In the year 2014 he received the prestigious Carnegie Art Award grant to a younger artist.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page