top of page

Grafíksalurinn: Hittingur / Encounter / Spotkanie - Samsýning

508A4884.JPG

föstudagur, 10. desember 2021

Grafíksalurinn: Hittingur / Encounter / Spotkanie - Samsýning

Hittingur / Encounter / Spotkanie er sýning fjögurra listamanna í Grafíksalnum á Tryggvagötu 17, hafnarmegin í Hafnarhúsinu sem hýsir Listasafn Reykjavíkur. Listamennirnir fjórir eiga það allir sameiginlegt að hafa nýlega gengið til liðs við Íslenska grafík. Þrátt fyrir að að tilurð sýningarinnar og samsetning sé tilviljunarkennd er áhugavert að sjá að þar birtist bæði áhugaverður kontrast í efnistökum en einnig hvernig ólíkir listamenn ná að spila saman á sýningunni, nokkuð sem er dæmi um það sem kallast getur ‘tíðarandi“. Þáttakendur á sýningunni eru Anna Pawłowska sem sýnir þrjú stór abstrakt litógrafíuprent sem unnið hefur verið í með vatnsllitum. Elín Edda Árnadóttir sem sýnir Elín Edda vinnur röð sjálfsmynda unnar með tækni silkiþrykks og ljósmynda, Gíslína Dögg Bjarkadóttir sem sýnir myndir unnar með fjölbreyttri tækni þar sem sögulegur veruleiki kvenna og íslenskar mynsturhefðir eru áberandi og Hlynur Helgason sem sýnir þrjár ljósmyndaraðir unnin með svipuðum aðferðum og svonefndir ‘pictoralistar’ nýttu um og fyrir aldamótin 1900. Sýningin er opin til og með 23. Desember á fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum kl. 2–5.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page