Gilfélagið: Boreal Crush Pack - Melanie Clemmons
fimmtudagur, 24. febrúar 2022
Gilfélagið: Boreal Crush Pack - Melanie Clemmons
Boreal Crush Pack
Verið velkomin á sýninguna Boreal Crush Pack eftir gestalistamann Gilfélagsins Melanie Clemmons um helgina í Deiglunni.
Boreal Crush Pack
Deiglan, Listagili
Opnunarhóf laugardaginn 26. febrúar kl. 14 -17.
Einnig opið sunnudag 27. febrúar kl. 14 – 17.
Gestalistamaður Gilfélagsins Melanie Clemmons sýnir afrakstur dvalar sinnar.
Stafrænir eignapakkar eða safn stafrænna skráa sem oft eru unnir í kringum ákveðið þema hafa aukist í vinsældum í tölvuleikjum eins og Fortnite og Roblox, sem og á samfélagsmiðlum og (hugsanlega) yfirvofandi Metaverse. Þessir pakkar innihalda þrívíddarlíkön, myndir, hljóð og hreyfimyndir meðal annarra skráartegunda. Þegar Melanie Clemmons dvaldi hjá gestavinnustofu Gilfélagsins bjó hún til eignapakka með því að nota myndmælingar og þrívíddarskönnunarferli. Gróður og landslag Akureyrar þjónar sem hráefni í eignasafn Clemmons, en verkin sem myndast eru brengluð, skæld, mulin og hrærð og eru meira til sem tákn um óraunveruleika heldur en auðþekkjanlega hluti. Á sýningunni Boreal Crush Pack er áhorfendum boðið að skoða myndheima sem Clemmons hefur skapað með því að nota brenglaða eignapakkan sinn. Til sýnis verða gagnvirkar 3D hreyfimyndir, vídjólist og sýndarveruleiki.
Allir aldurshópar hjartanlega velkomnir.
Melanie Clemmons (hún/hán) er listamaður sem vinnur í nýmiðla og hefur áhuga á að endurhugsa tækni í átt að varkárari og undursfagurri framtíð. Verk hennar hafa verið sýnd í galleríum og söfnum á alþjóðavettvangi og samanstanda af myndböndum, netlist, innsetningum, þrívíddarprentuðum skúlptúrum og sýndarveruleika. Clemmons túraði með Pussy Riot og sýndi myndefni á fyrstu tónleikaferðalagi þeirra um Norður-Ameríku auk þess að hafa unnið að nokkrum tónlistarmyndböndum þeirra. Hún hefur einnig unnið með Zak Loyd síðan 2009, flutt lifandi myndefni á tónleikum og unnið innlimunarmyndband, laser og sýndarveruleikainnsetningar. Hún er lektor í stafrænum / blendingsmiðlum við SMU í Dallas, Texas.