top of page

Gallery Port: Sjáðu mig! - Unnar Ari Baldvinsson

508A4884.JPG

föstudagur, 4. febrúar 2022

Gallery Port: Sjáðu mig! - Unnar Ari Baldvinsson

Unnar Ari Baldvinsson - Sjáðu mig!

Laugardaginn 5. febrúar næst komandi, kl. 15:00, opnar Unnar Ari Baldvinsson sýninguna Sjáðu mig!

Sýningin stendur til fimmtudagsins 17. febrúar og er opið í Gallery Port frá þriðju- til laugardags frá kl. 12:00 - 17:00.

Sýningin “Sjáðu mig!” skoðar vörður og verndara öryggis á almannafæri, í náttúrunni eða útá sjó. Náttúrulegir litir - en einn vísir sem stendur uppúr. Appelsína talandi.

Baujur, belgir og keilur.
Einmana flothólkur útá sjó, sérðu mig?
Siglum að baujunni og til baka.
Hlauptu í kringum keiluna.
Fylgdu vindáttinni.

Umhverfi og öryggi.
Ekki labba útfyrir reipið.
Finndu húsið ef þú týnist.
Taktu snúning!

/ / /

Unnar Ari Baldvinsson (f. 1989) stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám í Accademia Italiana og Florence University of Arts á Ítalíu þaðan sem hann útskrifaðist árið 2013.

Unnar hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga á Íslandi og erlendis.
Gallery Port er styrkt af Reykjavíkurborg.
Sérstakar þakkir fær Slippfélagið.Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page