top of page

Gallerí Grótta: Upphaf - Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Hrönn Björnsdóttir

508A4884.JPG

föstudagur, 14. janúar 2022

Gallerí Grótta: Upphaf - Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Hrönn Björnsdóttir

Listakonurnar Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Hrönn Björnsdóttir mætast undir sýningarheitinu Upphaf í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi. Sýningin opnar 20. janúar og stendur til 12. febrúar. Öll verk á sýningunni eru abstrakt og expressjónísk málverk unnin með blandaðri tækni árin 2021-22.

Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Hvert andartak er nýtt upphaf, opið tækifæri til að eiga samtal við tímann og skapa. Allt og ekkert er fullkomið í senn, upphaf og spuni í trausti flæðis.

Upphaf er fyrsta sýning þeirra beggja saman en Jóhanna og Hrönn hafa átt farsælt samstarf í Anarkíu Listasal í Kópavogi sem síðar varð Artgallerí Gátt sem þær ráku ásamt fleiri listamönnum um árabil. Báðar eiga að baki nokkrar einkasýningar ásamt fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Listakonurnar eru félagar í SÍM.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page