top of page
Fræðasetur um forystufé - Svalbarði, Þistilfirði: Sumarsýning - Anna G. Torfadóttir og Gunnar J. Straumland
þriðjudagur, 5. júlí 2022
Fræðasetur um forystufé - Svalbarði, Þistilfirði: Sumarsýning - Anna G. Torfadóttir og Gunnar J. Straumland
Myndlistarsýning sumarsins í „Fræðasetri um forystufé“, Svalbarði Þistilfirði, opnaði 5. júní og stendur til loka ágúst. Fræðasetrið er opið daglega frá kl. 11 – 18.
Anna G. Torfadóttir sýnir grafík og myndir á bókarblöð, Gunnar J. Straumland sýnir myndir unnar með akrýl og vatnslitum.
Vert er að geta þess að Fræðasetur um forystufé sér um gistingu í Svalbarðsskóla. Þar er í boði bæði gisting í uppbúnum rúmum og svefnpokagisting á hagstæðu verði. Góð aðstaða í eldhúsi og samkomusal.
bottom of page