top of page

Fjölbreytt dagskrá Hönnunarþings á Húsavík

508A4884.JPG

fimmtudagur, 21. september 2023

Fjölbreytt dagskrá Hönnunarþings á Húsavík

Dagana 28. - 30. september fer fram í fyrsta sinn Hönnunarþing, hátíð vöruhönnunar á Húsavík og nágrenni. Þar gefst almenningi kostur á að kynna sér fag hönnuðarins og áhersla lögð á mikilvægi vöruhönnunar í samfélaginu og hvernig hún hefur mótað okkar daglega líf.

Dagskrá hátíðarinnar samanstendur af sýningum bæði innlendra og erlendra hönnuða ásamnt fræðandi fyrirlestrum á borð við kynningu á sögu vöruhönnunar, fyrirlestrum um verk og feril hönnuða, mikilvægi fagsins í daglegu lífi, snertifleti vöruhönnunar og gervigreinda og kynningu Listaháskóla Íslands á stefnu og kennslu fagsins svo eitthvað sé nefnt.

Vinnustofur og námskeið verða haldin fyrir börn og fullorðna. Einnig munu nemar í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands vinna að verkefni á svæðinu og sýna afrakstur þess á hátíðinni. Viðburðir á borð við hönnunar pub quiz, sófaspjall um misheppnaða hönnun, skemmtun í GeoSea ásamt tónleikum og gleðskap munu gera hátíðina líflega og skemmtilega. Þeir sem sækja fjölbreytta dagskrá hátíðarinnar gefst einnig fullkomið tækifæri til að virða fyrir sér hinar fögru náttúruperlur svæðisins en ekki síst nokkrar af hönnunarperlum svæðisins á borð við Sjóböðin á Húsavík, Jarðböðin í Mývatnssveit og hin nýju Skógarböð á Akureyri.

Hægt er að kynna sér betur heildardagskrá hátíðarinnar hér

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page