Er þetta norður? í Norræna húsinu

fimmtudagur, 23. janúar 2025
Er þetta norður? í Norræna húsinu
Verið velkomin á opnun fyrstu sýningar ársins í Norræna húsinu: Er þetta norður í sýningarstjórn Daríu Sól Andrews og Hlyns Hallssonar Laugardaginn 25. janúar klukkan 15:00 - 18:00.
Hver er afmörkun „norðursins“? Hvar eru landamæri Norðurheimskautsins? Samsýningin Er þetta norður? kannar svörin við þessum spurningum og þar eru sýnd verk eftir listamenn frá hinu víðfeðma norðri. Þátttakendur eru Anders Sunna, Dunya Zakha, Gunnar Jónsson, Inuuteq Storch, Máret Ánne Sara, Marja Helander, Maureen Gruben og Nicholas Galanin.
Hvað einkennir þau sem eiga heima á slóðum Norðurheimskautsins? Búa þessir listamenn yfir sameiginlegri reynslu og tengingum af búsetu þetta norðarlega, í afar fjölbreyttri menningu? Eru verk listamanna frá norðurslóðum alltaf unnin undir áhrifum frá þeirra búsetu?
Heimkynni listamannanna eru Sama-svæði Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, Ísland, Grænland, Síbería, Alaska og Norður Kanada. Á sýningunni verður sjónum beint að því hvernig er að búa nærri heimskautsbaug, hvaða sameiginlega þætti og tengingar er að finna á meðal listamannanna sem búa þetta norðarlega. Þessi fjölbreyttu menningarsvæði og samfélög, sem ná frá Alaska til Skandinavíu og Síberíu, eiga eitt sameiginlegt: Norðurheimskautið – norðrið.
---
Welcome to the opening of our first exhibition this year: Is This North curated by Daría Sól Andrews and Hlynur Hallsson, Saturday 25th at 3pm-6pm.
What are the boundaries and delimitations of “The North”? Where do we find the borders of the Arctic? The group exhibition Is this North? delves into these questions, presenting work by artists from the far-reaching Nordics - Anders Sunna, Dunya Zakha, Gunnar Jónsson, Inuuteq Storch, Máret Ánne Sara, Marja Helander, Maureen Gruben and Nicholas Galanin.
What characterizes those who call the Arctic home? Is there a universality of experience to be found amidst a diversity of cultural differences? As artists from these regions, is their work always inherently influenced by this connection to the north?
The countries presented in this exhibition include the Sápmi regions of Finland, Norway and Sweden, Iceland, Greenland, Siberia, Alaska, and North Canada. The exhibition focuses on the experience of living in the far Arctic and what communal and connective aspects can be found within artists who call the Arctic their home. Expanding the reach from Alaska to Siberia and Scandinavia in between, these vastly different cultures and communities share this one common thread: the North.