Elsa Dóróthea Gísladóttir: Snerting – Touch

fimmtudagur, 30. október 2025
Elsa Dóróthea Gísladóttir: Snerting – Touch
Opnun: Laugardaginn 1. nóvember
Staður: Þrír veggir, Hellissandi
Sýningartími: 1.–23. nóvember
Á sýningunni er unnið úr mánaðardvöl á gestavinnustofu Kriti Gallery og Anandvan Residency í Varanasi á Indlandi fyrir ári síðan og efnisbankanum sem sóttur var þangað. Þar kafaði Elsa í notkun litagjafa og litarefna í daglegu lífi, sem er sterkur hluti af menningararfi og sjálfsmynd Indverja. Það var einstaklega áhugaverður brunnur að kafa og spegla sig í þar sem verk síðustu ára hafa snúist í kringum náttúruleg, fundin, staðbundin efni og alkemíska ferla við litagerð. Áhersla er lögð á möguleika á að líkamna efniviðinn og framkalla í tíma og rými sýningastaðarins. Það á sér stað ákveðið stefnumót ólíkra staðhátta og menningarheima, það er að segja Varanasi, Indlandi og Himinbjarga, Snæfellsnesi, í marglaga upplifunum.
"Mér líður eins og ég hafi lært nýtt tungumál, tungumál sem er ofið úr litbrigðum, hljómfalli, hreyfimynstrum, formum, lykt og iðandi mannlífi, úti á götum, út á ökrum og inni í hofum. Það hefur tekið sér bólfestu inn í mér og ég ber það með mér hvert og hvar sem ég er héðan í frá"
English
//
Opening: Saturday, November 1
Location: Þrír veggir, Hellissandur
Exhibition Period: November 1–23
The exhibition draws on a month-long residency at Kriti Gallery and Anandvan Residency in Varanasi, India, undertaken a year ago, and on the material archive gathered there. During this time, Elsa delved into the use of colorants and pigments in everyday life—a vivid part of India’s cultural heritage and identity. It proved to be an exceptionally rich well to dive into and reflect upon, as her recent works have revolved around natural, found, and site-specific materials, as well as alchemical processes of color-making. The focus is on exploring the potential to embody the materials and activate them within the time and space of the exhibition site. A certain encounter takes place between different environments and cultural worlds—namely Varanasi, India, and Himinbjörg in Snæfellsnes, Iceland—through multilayered experiences.
“I feel as though I have learned a new language — a language woven from shades of colour, tones, movements, forms, scents, and the vibrant pulse of life, out in the streets, across the fields, and within the temples. It has taken up residence within me, and I carry it with me wherever I go, from this moment on”


