Úthverfa / Outvert Art Space: SILVERD FLOWERS BLOOMING - Ívar Glói
fimmtudagur, 6. janúar 2022
Úthverfa / Outvert Art Space: SILVERD FLOWERS BLOOMING - Ívar Glói
MǪRSUGUR 2022
Ívar Glói
04.01 - 15.01 2022
SILVERED FLOWERS BLOOMING
2018
HD video
Miðvikudaginn 4. janúar opnaði sýning Ívars Glóa SILVERED FLOWERS BLOOMING en hún er fyrsta sýningin í sýningarröðinni MǪRSUGUR 2022.
Mǫrsugur er þriðji mánuður vetrar samkvæmt gömlu misseratali. Mǫrsugur er dimmasti tími vetrarins þegar allur lífsandi liggur í dvala. Til að lýsa upp myrkrið munu fjórir listamenn varpa verkum sínum á glugga Gallerís Úthverfu við Aðastræti á Ísafirði. Sýningin Mǫrsugur varir í tvo mánuði og sýningar listamannanna standa í 12 daga hver.
* 04.01 - 15.01 ¤ Ívar Glói *
20.01 – 31.01 ¤ Sigrún Gyða Sveinsdóttir
03.02 - 14.02 ¤ Margrét Dúadóttir Landmark
17.02 - 28.02 ¤ Andreas Brunner
Ívar Glói (f. 1992) er útskrifaður með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands ásamt því að hafa stundað nám í Hochshule für Bildende Künste í Hamborg, Konsthögskolan i Malmö og stundar nú nám við Luca School of Arts í Brussel. Verk Ívars Glóa fjalla um samhengi innsetningarinnar og hugmyndarinnar um hinn einstaka listhlut á tímum sem markast af sýndartengingu. Listamaðurinn veitir tilsögn um staðsetningu og gefur sýningargesti til kynna að upplifun hans sé ósvikin, þrátt fyrir algjöra sviðsetningu.
__________________
MǪRSUGUR 2022
Ívar Glói
04.01 - 15.01 2022
SILVERED FLOWERS BLOOMING
2018
HD video
Mǫrsugur is the third month of winter according to an old Icelandic calendar. Mǫrsugur is the darkest time of the year when all living breath lies in hibernation. To brighten up those dark weeks four artists will project their works on the window of Gallerí úthverfa / Outvert Art Space in the center of Ísafjörður. The exhibition Mǫrsugur lasts for two months and the individual exhibitions last for 12 days each.
* 04.01 - 15.01 ¤ Ívar Glói *
20.01 – 31.01 ¤ Sigrún Gyða Sveinsdóttir
03.02 - 14.02 ¤ Margrét Dúadóttir Landmark
17.02 - 28.02 ¤ Andreas Brunner
Ívar Glói's (b. 1992) works deal with the context of the art installation and the idea
of the unique art object in an age marked by virtual connectedness. Using different media to project hints of different places into each exhibition space the works play with the notion of the viewer being somewhere unique, however staged the setting of it may be.
Ívar Glói is currently enrolled at the Luca School of Arts. He studied at the Iceland Academy of Arts, where he finished his BA in Fine Arts in 2014, as well as Hochschule für bildende Künste (HFBK) in Hamburg and Konsthögskolan i Malmö.
He currently lives and works in Brussels.