Óstöðugt land // Unstable Ground
fimmtudagur, 31. október 2024
Óstöðugt land // Unstable Ground
(English below)
Verið öll hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Óstöðugt land eftir Gunndísi Ýr Finnbogadóttur og Þorgerði Ólafsdóttur, í sýningarstjórn Becky Forsythe, miðvikudaginn 30. október kl. 18:00 í Gerðarsafni.
Óstöðugt land er sýningarverkefni og listrannsókn Gunndísar Ýrar Finnbogadóttur og Þorgerðar Ólafsdóttur sem byggir á viðtölum við einstaklinga sem hafa ferðast til Surtseyjar. Sýningin Óstöðugt land byggir á samstarfi Gunndísar og Þorgerðar en þær hafa tekið viðtöl við einstaklinga sem ferðuðust til Surtseyjar á árunum 1963 - 2022 með fjölbreytt markmið og ólíkan tilgang.
Viðtalsverkið grundvallast á örfyrirbærafræðilegum viðtölum (e. micro - phenomenological interviews) en sú aðferð gengur út á það að fá viðmælendur til að lýsa reynslu sinni af umhverfi Surtseyjar og varpa fram lýsandi mynd af upplifun sinni og minningar af fyrri (líkamlegri) reynslu.
Viðtölin voru tekin upp í Surtseyjarstofu á Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), þar sem heimildarsafn Surtseyjarfélagsins er varðveitt ásamt ótal verðmætum steinasýnum frá eyjunni sjálfri frá upphafi eldgoss. Viðtölin mynda uppistöðuna í nýrri vídeóinnsetningu sem ber titilinn Óstöðugt land og eru skrásett með ýmsu móti, sem myndbandsupptökur, afritun í textaformi, gegnum hljóð og teikningar. Aðstoð við upptöku viðtala veitti Bjarni Þór Pétursson og klippivinna er í samstarfi við Hrafnkel Tuma Georgsson. Sýningastjóri er Becky Forsythe.
//
All are warmly welcome to attend the opening of the exhibition Unstable Ground by Gunndís Ýr Finnbogadóttir and Þorgerður Ólafsdóttir, curated by Becky Forsythe, Wednesday 30th October at 6 p.m. in Gerðarsafn.
Unstable Ground is an ongoing collaboration and practice-based research by artists Gunndís Ýr Finnbogadóttir and Þorgerður Ólafsdóttir. The project explores the experiences of individuals who visited the island of Surtsey between 1963 and 2022, for various reasons and purposes. Using micro-phenomenological interviews, their method captures intricate details and descriptions of personal encounters with Surtsey's environment that reveal the rich narratives of participants' vivid memories of these past (physical) experiences.
The interviews were conducted at the Surtsey Archive Room at the Icelandic Institute of Natural History (NÍ), where the Surtsey Society’s archives and valuable rock samples from the island’s eruption are preserved. These interviews serve as the foundation for the video installation, Unstable Ground, and are documented through various mediums, including video recordings, text transcriptions, audio files, and drawings. The video installation explores contemporary art practices with scientific inquiry and closely considers the interplay between human perception and the evolving natural landscape of Surtsey. Bjarni Þór Pétursson assisted with the recordings and they were edited in collaboration with Hrafnkel Tumi Georgsson.
Curated by Becky Forsythe.