top of page

Íslensk grafík: Marilyn Herdís Mellk - Útgáfa Grafíkvinamyndar

508A4884.JPG

föstudagur, 28. janúar 2022

Íslensk grafík: Marilyn Herdís Mellk - Útgáfa Grafíkvinamyndar

Senn líður að útgáfu hinnar árlegu Grafíkvinamyndar hjá Íslenskri grafík. Listamaður ársins 2022 er Marilyn Herdís Mellk og mun hún sýna úrval af grafíkverkum unnin frá1987 og fram til dagsins í dag 4. febrúar frá kl.18-20 og 5. og 6. frá kl.14-17 í sal félagsins á Vetrarhátíð. (Athugið að Safnanótt verður frestað í ár.)

Marilyn Herdís er af íslensku bergi brotin og hefur búið og starfað í Reykjavík síðan 1981. Hún stundaði listnám við California College of the Arts og Myndlista og Handíðaskóla Íslands, nú LHÍ, þaðan sem hún útskrifaðist 1987 úr grafíkdeild. Marilyn hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Hún er félagi í Íslenskri grafík, Sambandi íslenskra myndlistarmanna og er í stjórn ÍG. https://islenskgrafik.is/exhibitions/

Á Vetrarhátíð, verða Grafíkvinamyndirnar kynntar eins og verið hefur, í húsnæði félagsins Tryggvagötu 17, hafnarmegin.
Það eru ennþá fáanleg verk eftir m.a. Kristján Daviðsson, Kristínu Gunnlaugsdóttur og Tryggva Ólafsson.
https://islenskgrafik.is/ipafriends/
Hin fullkomna leið til að eignast listaverk til eignar og gjafa, er að gerast Grafíkvinur.
Grafíkvinur er styrktaraðili Íslenskrar Grafíkur sem greiðir árlegt áskriftargjald kr. 15.000,- og í staðinn fá Grafíkvinir boð á allar sýningar í Grafíksalnum og fréttir af öllum öðrum viðburðum félagsins ásamt því að eignast árlega grafíklistaverk unnið af sérvöldum grafíklistamanni hvers árs fyrir sig, félagsmanni eða gestalistamanni. Listamaðurinn er tilnefndur af stjórn félagsins og vinnur listamaðurinn sérstakt listaverk fyrir Grafíkvini.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page