top of page

fös., 14. okt.

|

Reykjavík

Torg Listamessa 2022 í Reykjavík

Torg Listamessa 2022 í Reykjavík fer fram dagana 14. - 23. október á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum

Torg Listamessa 2022 í Reykjavík
Torg Listamessa 2022 í Reykjavík

Time & Location

14. okt. 2022, 18:00 – 23. okt. 2022, 17:00

Reykjavík, 112 Reykjavík, Iceland

TORG Listamessa Reykjavík er haldin á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum og er einn stærsti sýningar – og söluvettvangur myndlistar á Íslandi þar sem sjá má á einum stað fjölbreytileg listaverk eftir listamenn sem allir eru félagsmenn í Sambandi íslenskra myndlistarmanna.

Tilgangur Torgs er margþættur þ.e. að auka sýnileika myndlistarinnar og gera fólki auðveldara fyrir að kynna sér samtímalist sem og að eignast listaverk eftir íslenska eða erlenda listamenn sem starfa hér á landi. Ætlunin er auk þess að veita áhugafólki um myndlist tækifæri til að fjárfesta í myndlist milliliðalaust og eiga um leið persónulegt samtal við listamennina sjálfa. TORG Listamessa 2022 verður haldin dagana 14.-23. október nk.

OPNUN:

FÖSTUDAGINN 14. OKTÓBER KL 18:00 TIL 20:00

OPNUNARTÍMI:

LAUGARDAG 15. OKTÓBER KL 13:00 TIL 17:00

SUNNUDAG 16. OKTÓBER KL 13:00 TIL 17:00

FÖSTUDAG 21. OKTÓBER KL 18:00 TIL 20:00

LAUGARDAG 22. OKTÓBER KL 13:00 TIL 17:00

SUNNUDAG 23. OKTÓBER KL 13:00 TIL 17:00

FJÓSIÐ KAFFIHÚS: OPIÐ Á SAMA TÍMA

SÍM HLÖÐULOFTIРKORPÚLFSSTAÐIR

THORSVEGUR 1, VIÐ KORPÚLFSSTAÐAVEG,

112 REYKJAVÍK

bottom of page