Það liggur í loftinu: Þór Vigfússon, Níels Hafstein og Rúrí
lau., 04. mar.
|Reykjavík


Dagsetning & tími
04. mar. 2023, 12:00 – 20. mar. 2023, 17:00
Reykjavík, 112 Reykjavík, Ísland
Um viðburðinn
Laugardaginn 4. mars kl 16 opnar sýning á verkum listamannanna Þórs Vigfússonar, Níelsar Hafstein og Rúrí á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum.
Sýningin stendur frá 4. – 26. mars, og verður opin um helgar kl 13-17 og fimmtudaga kl 17-19.
Nokkuð er liðið síðan listamennirnir sýndu síðast saman verk sín, eða árið 2010, og þá í Safnasafninu við Svalbarðsströnd.
Það er ákveðin nostalgia að setja upp þessa samsýningu á Korpúlfsstöðum nú.
Listamennirnir tengjast öll sögu Korpúlfsstaða. Þau tóku virkan þátt í uppbyggingu Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík í húsinu á áttunda ártug síðustu aldar og unnu þá í stjórn félagsins og að uppbyggingu sameiginlegra verkstæða þess, sem og að stjórnun sýninga félagsins á uppvaxtarárum þess. Félagið flutti síðar aðstöðu sína, en Samband íslenskra myndlistarmanna hefur nú mikil umsvif á Korpúlfsstöðum, og rekur þar meðal annars einn stærsta sýningarsal landins.
Meðfylgjandi er stutt samantekt Hlyns Helgasonar um sýninguna, og poster hennar.
Að auki er stutt ágrip um samstarf listamannanna.
Þess má geta að sama dag kl 14 opnar Listasafn Íslands sýninguna Glerregn, sem er viðmikil innsetning eftir Rúrí, og þann 10. mars opnar sýningin Rúrí: And Now What? í Museu Internacional de Escultura Contemporánea, í Santo Tirso í Portúgal.