top of page

SÍM Hlöðuloft: Margrét Rut Eddudóttir Hugleikur (1)

mið., 02. ágú.

|

Korpúlfsstaðir, Thorsvegur 1

Verið velkomin á opnun sýningarinnar "Hugleikur" á Hlöðuloftinu, Korpúlfsstöðum, fimmtudaginn 13. júlí kl. 17:00. Magga vinnur mikið með textíll, polymer leir og þurr pastel á blað. Nýlega hefur hún hinsvegar profað sig áfram með þæfða ull.

SÍM Hlöðuloft: Margrét Rut Eddudóttir  Hugleikur  (1)
SÍM Hlöðuloft: Margrét Rut Eddudóttir  Hugleikur  (1)

Dagsetning & tími

02. ágú. 2023, 17:00 – 03. ágú. 2023, 17:00

Korpúlfsstaðir, Thorsvegur 1 , 112 Reykjavík, Ísland

Um viðburðinn

Verið velkomin á opnun sýningarinnar "Hugleikur" á Hlöðuloftinu, Korpúlfsstöðum, fimmtudaginn 13. júlí kl. 17:00. 

Sýningin og kaffihúsið eru opin helgina 15. -16. júlí og 22.-23. júlí frá 14:00-18:00. 

Magga vinnur mikið með textíll, polymer leir og þurr pastel á blað. Nýlega hefur hún hins vegar profað sig áfram með þæfða ull. Fuglinn er tákn sem kemur víða við í verkum hennar sem boðberi frelsis. Verkin hafa sterk feminísk áhrif. Þó er viðfanginu ekki einungis ætlað að tala til kvenna. Útkoma þessarar tilfinningareiðar tekur, þegar úr botninum er hvolft, á fyrirbæri sem við eigum flest sameiginlegt. Gegnum gangandi tengsl eru þó þvert yfir alla miðla. Líkams tengsl við okkar innra, andlega ástand.

"Ég reyni að nálgast og öðlast skilning á tilfinningum með því að myndgera þær á einfaldan máta. Ég forðast of mikla rökhyggju við gerð verkana og þá sérstaklega þurr pastel verkin. Þær nálgast ég sem einskonar hugleiðslu ferli. Hið líkamlega sem miðillinn kallar á og hin mjúka, berskjaldaða áferð pastellitanna endurspegla fullkomnlega mjúka inniviði huga míns og líkama. Ég þarfnast mýktar. Þeirrar gjafar þörfnust við öll held ég. Ég vil leita inn í þetta rými trausts og viðkvæmni. Aðeins með þeim hætti vil ég lifa hér eftir".

Magga Eddudóttir, fædd og uppalin að mestu í Reykjavík að hluta í Bandaríkjunum. Árið 2007 kláraði hún fornám Myndlistaskóla Reykjavíkur og hóf BA nám í Myndlistadeild LHÍ sem hún lauk 2010. Fyrstu einkasýningu sína hélt hún í Deyglunni á Akureyri árið 2011. Meðal annars hefur Magga síðan haldið árlegar heimasýingar á heimili sínu í Vesturbæ Reykjavíkur og nokkrar einkasýningar í Gallery Fold.

Share this event

bottom of page