SÍM Gallery: Þóra Gunnarstóttir - MÁL
fös., 04. ágú.
|SÍM Hafnarstræti
Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningar Þóru Gunnarsdóttur, MÁL, í SÍM salnum, Hafnarstræti 16, föstudaginn 4. ágúst kl. 16:00.
Dagsetning & tími
04. ágú. 2023, 16:00 – 21. ágú. 2023, 16:00
SÍM Hafnarstræti, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland
Um viðburðinn
Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningar Þóru Gunnarsdóttur, MÁL, í SÍM salnum, Hafnarstræti 16, föstudaginn 4. ágúst kl. 16:00.
Tungumál eru Þóru Gunnarsdóttur hugleikin. Í vestrænni heimspeki er talað um að tungumál sé tæki til að gera hugsanir okkar kunnugar öðrum. Orð eru spunnin og spuninn verður að þéttriðnu neti orða. Samsetning orðanna eru sett í sögur og mismunandi aðferðir notaðar við að miðla þeim. Í menningu frumbyggja norður Ameríku voru bönd notuð til að undirstrika framvindu sagnamannsins og mynstur gerð með bandinu um leið og sagan var sögð löngu áður en tungumálið varð til sem skriflegt.
Þóra hefur unnið mikið með texta í verkum sínum sem myndgerast á marga ólíka vegu hvort sem um er að ræða, hljóð, gjörninga, teikningar, vídeó, ljósmyndir eða innsetningar.
Sýningin MÁL samanstendur af textaverkum, ljósmyndum og vídeó.
Aðstoð við ljósmyndir : Braedan Ebanks
Opnunartímar:
Mánudaga - föstudaga 12-16
Laugardaga 13-16