SÍM Gallery: Sísí Ingólfsdóttir | Hvað ef...?
fim., 15. jún.
|Reykjavík
Hvað ef... Það er einhvern vegin alltaf það. Hvað ef að þessu hefði orðið? Hvað ef allt hefði farið á annan veg? Hvað ef þetta var ekki draumurinn? Sýngin samanstendur af skúlptúrum, vatnslita og textaverkum. Sýningin stendur til 1. júlí. Sýningaropnun fimmtudaginn 15. júní kl 17-20.
Dagsetning & tími
15. jún. 2023, 17:00 – 01. júl. 2023, 16:00
Reykjavík, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland
Um viðburðinn
Hvað ef... Það er einhvern vegin alltaf það. Hvað ef að þessu hefði orðið? Hvað ef allt hefði farið á annan veg? Hvað ef þetta var ekki draumurinn?
Það er endalaust hægt að spá í því, fram og til baka. Í raun hvort sem er varðandi fósturmissi eða þungunarrof. Vissulega eru þetta ólík atvik í lífi fólks og hvert mjög persónubundið en alltaf sterkt tilfinningar mengi. Ég hef ekki upplifað þungunarrof en ég hef misst fóstur sem var sterk lífsreynsla og hefur vegið þungt á mér í ansi mörg ár. Þegar ég loksins fór að ræða þá upplifun af einhverju viti, fann ég fljótlega þörf fólks á því samtali. Í ljósi breyttra laga víðsvegar um heim varðandi þungunarrof langaði mig enn meira að koma þessari sýningu frá mér á næman en samt lítið pólitískan hátt. Mitt hlutverk er ekki annað en það að vera forvitn og hefja umræður án þess þó slengja nokkru fram.
Sýngin samanstendur af skúlptúrum, vatnslita og textaverkum.
Opnunin er á milli 17-20 fimmtudaginn 15. júní, SÍM salurinn er opinn alla daga frá 13 til 16 frá 15. júní til 1. júlí.