top of page

lau., 02. sep.

|

SÍM Gallery

SÍM Gallery: Oddrún Pétursdóttir

Opnun laugardaginn 2 september kl. 15:00-17:00. Sýning á myndverkum í blandaðri tækni. Sýningin er opin mánudaga til föstudaga frá 12-16 og laugardaga frá 13-16. Síðasti sýningardagur er 22. september.

SÍM Gallery: Oddrún Pétursdóttir
SÍM Gallery: Oddrún Pétursdóttir

Time & Location

02. sep. 2023, 15:00 – 22. sep. 2023, 16:00

SÍM Gallery, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

About the event

Það er gott að geta leitað á náðir listarinnar í lífsins ólgusjó.

Í myndlist gleymir þú stað og stund og getur horfið inn í annan heim.

Heimur sem er að lokum endurspeglun veruleika, tilfinninga og hugsana.

Öll list á rætur inn á við og og tengist út á við.

Að geta skapað eitthvað opnar marga glugga sem koma á óvart og halda þér við efnið. Þú reynir að vera sjálfum þér og listinni trúr því listin ræður ferðinni.

Oddrún vinnur yfirleitt með hreina liti og formin eru frekar einföld. Hún lætur listaverkið ráða för og reynir að stýra ekki flæðinu of mikið. Útkoman er oft spennandi og skemmtileg.

Myndlistarmenntun: Myndlistarskóli Akureyrar 1985-´86 Myndlista og handíðaskóli Íslands 1986-´90

Einkasýningar: Oddrúnarbær Í Hafnarfirði 2015 Kaffihúsið í Nauthólsvík 2007 Veitingahúsið Á næstu grösum 1995

Samsýningar: Hafsauga, í Akraborgarferjunni 1991 Litir ættbogans, Hafnarfirði 2009 Gallerý Fjörður, Hafnarfirði 2015 Torg Listamessa á Korpúlfsstöðum 2018 Torg Listamessa á Korpúlfsstöðum 2019 Torg Listamessa á Korpúlfsstöðum 2021 Torg Listamessa á Korpúlfsstöðum 2022 Garðurinn & tíminn, Litla Gallerý Hafnarfirði 2023

Share this event

bottom of page