Fyrsti draumurinn / TRAUM*A - Borghildur Indriðadóttir & Olga Sonja Thorarensen

fimmtudagur, 12. júní 2025
Fyrsti draumurinn / TRAUM*A - Borghildur Indriðadóttir & Olga Sonja Thorarensen
Á þýsku þýðir Traum „draumur“ – staður fyrir ímyndunarafl, löngun og flótta frá veruleikanum. En í hverjum draumi býr möguleikinn á andstæðu hans: Albtraum, martröðinni.
Orðið trauma kemur frá gríska orðinu trauma (τραύμα) sem þýðir sár. Í dag er það líka notað yfir sálræn sár, oft af völdum atburða eða aðstæðna sem geta verið yfirþyrmandi eða ógnandi og hugurinn eða líkaminn getur ekki að fullu tekist á við.
Með verkinu viljum við skoða sambandið milli draums og áfalls – þar sem von og ótti mætast og þar sem draumar geta umbreyst í eitthvað annað. Draumur (Traum) getur róað – eða brotið niður.
Gjörningurinn og hljóðheimur er tilraun til að takast á við ákveðna martraðakennda atburði og við bjóðum áhorfendum að fylgja okkur í gegnum þessa innsetningu í Litla gallerý.
Hljóðheimur í samstarfi við Hilmar Örn Hilmarsson.
Borghildur útskrifaðist frá Universität der Künste Berlin, og hefur unnið sem arkitekt síðan en einnig sýnt verk meðfram því. Hún hefur sýnt Flip Over og fleiri sýningar með Artist on the Moon konseptinu, Demoncrazy á Listahátíð í Reykjavík, og Murus Opus á Saco Bienal de Arte Contemporáneo í Antofagasta, Chile 2022.
Olga Sonja útskrifaðist úr leiklist frá Listaháskóla Íslands og lauk meistaranámi í Spatial Strategies við Weißensee listaháskólann í Berlín. Hún hefur sýnt verkin STRIPP og Fegurð í mannlegri sambúð, á Reykjavík Dans Festival ásamt því að vinna með listahópnum, Maternal Fantasies í Berlín, 2020.
Borghildur og Olga Sonja kynntust í Berlín haustið 2012 þegar þær tóku þátt í uppsetningu á verkinu, Club Inferno í Volksbühne. Síðan hafa þær unnið saman að uppsetningu á öðru leikverki við Schaubühne. Saman gerðu þær líka gjörninginn Pseudo Preachers árið 2014 sem var ritual hljóðinnsetning og gjörningur í orkustöðinni.
Sýningaropnun verður fimmtudaginn 19. júní frá 18:00-21:00 og allir velkomnir!
Aðrir opnunartímar:
Föstudagur 20. júní 13:00 - 18:00
Laugardagur 21. júní 13:00 - 16:00
Sunnudagur 22. júní 14:00 - 17:00
LG // Litla Gallerý er styrkt af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar vegna viðburðarins.
English
In German, Traum means “dream” – a place for imagination, desire, and escape from reality. But in every dream lies the possibility of its opposite: Albtraum, the nightmare.
The word trauma comes from the Greek word trauma (τραύμα), which means wound. Today, it is also used for psychological wounds, often caused by events or situations that can be overwhelming or threatening and that the mind or body cannot fully cope with.
With the work, we want to examine the relationship between dream and trauma – where hope and fear meet and where dreams can transform into something else. A dream (Traum) can calm – or break down.
The performance and soundscape attempt to deal with certain nightmarish events, and we invite the audience to follow us through this installation in Litla Gallerý.
Soundscape in collaboration with Hilmar Örn Hilmarsson.
Borghildur graduated from the Universität der Künste Berlin and has worked as an architect since, while also exhibiting her art projects. She exhibited her work, Flip Over, and several shows with the concept, Artist on the Moon, Demoncrazy at the Reykjavík Art Festival, and Murus Opus at the Saco Bienal de Arte
Contemporáneo in Antofagasta, Chile, 2022.
Olga Sonja graduated from the Iceland University of the Arts and completed a master's degree
in Spatial Strategies at the Weißensee Academy of Art Berlin. She has exhibited the works STRIPP and Beauty in Human coexistence at the Reykjavík Dance
Festival as well as working with the art group, Maternal Fantasies, in Berlin, 2020.
Borghildur and Olga Sonja met in Berlin in the autumn of 2012 when they took part in a production of the work Club Inferno at the Volksbühne. They have since worked together on another stage performance at Schaubühne. Together, they also made the performance Pseudo Preachers in 2014, which was a ritual sound installation and performance at Orkustöðin
Reykjavik.
Exhibition opening is June 19th from 18:00-21:00 and all are welcome!
Other opening hours:
Friday June 20th 13:00 - 18:00
Saturday June 21st 13:00 - 16:00
Sunday June 22nd 14:00 - 17:00
LG // Litla Gallerý is sponsored by the Culture and Tourism Committee of Hafnarfjörður for this event.