top of page

Yfirlýsing vegna fyrirhugaðrar útgáfu á verkinu "Sagan af Dimmalimm"

508A4884.JPG

miðvikudagur, 4. október 2023

Yfirlýsing vegna fyrirhugaðrar útgáfu á verkinu "Sagan af Dimmalimm"

Myndstef - Myndhöfundasjóður Íslands og SÍM, Samband Íslenskra Myndlistarmanna, vilja koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum um höfundarétt, vegna fyrirhugaðrar nýrrar útgáfu á verkinu “Sagan af Dimmalimm”. Myndstef stendur vörð um hagsmuni myndhöfunda og annarra sjónhöfunda. Verkið hefur á liðnum árum verið gefið út af Forlaginu, og er til dreifingar þar.

Að mati Myndstefs er um að ræða eitt ástsælasta verks þjóðarinnar og ómetanlegan hluta af menningararfi Íslands. Höfundur verksins er Muggur (Guðmundur Pétursson Þorsteinsson), en hann lést árið 1924, aðeins 33 ára að aldri. Eins og segir á vef Listasafn Íslands: “Listferill hans að námi loknu spannaði einungis tæp tíu ár, en hann lést úr berklum 1924. Á stuttum ferli náði hann að skapa einstakan og persónulegan myndheim. Stíll hans var natúralískur og frásögn oftar en ekki í fyrirrúmi, verk hans einkennast af fjölbreytileika og leit að listrænu frelsi.” Höfundaréttur helst í 70 ár eftir lát höfundar. Verkið er því að formi til úr höfundavernd skv. höfundalögum nr. 73/1972. Í höfundarétti felst einkaréttur höfundar til að gera eftirgerðir af verkum sínum, deila verkum sínum og ráðstafa verkum að vild. Aftur á móti gilda sérstök sjónarmið um sæmdarrétt höfunda sem falla ekki úr gildi, en þrátt fyrir að verk renni úr höfundavernd, er eftir sem áður óheimilt að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundaheiður eða höfundasérkenni, sbr. 2. mgr. 4. gr. höfundalaga.

Nú stendur til að gefa verkið út í nýrri og breyttri mynd af útgáfufélaginu Óðinsauga, þar sem nafn verksins er óbreytt og nafn Muggs jafnframt notað við útgáfuna.

Vilja því ofangreind samtök höfunda benda á að slík útgáfa gæti bæði talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar og réttmætum viðskiptaháttum, og einnig kvikna sjónarmið um fölsun, og þarf því að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins:

Sagan um Dimmalimm er fyrsta eiginlega íslenska myndasagan (e. Picture story). Um er að ræða tegund verks þar sem saga er sögð með röð mynda og textinn styður frásögnina, en ekki öfugt, og er því heildræn og listræn framsetning verksins hvar textanum er fundinn staður í frásögninni. Í fyrirhugaðri útgáfu er búið að snúa framsetningunni við þannig að um sé að ræða myndskreytt bókmenntaverk en ekki öfugt. Þetta er grundvallarbreyting á heildarverkinu.

Að sama skapi þarf að fara varlega með miðil frummyndanna, en í upphaflega verkinu eru þær vatnslitaðar og með ákveðnu sérkenni höfundar. Ef myndirnar eru afbakaðar þannig að breyting er á listrænni framsetningu heildarverksins, gæti slík framsetning og breyting talist ganga nærri sæmdarrétti höfundar.

Nánar um málið á Vísi: https://www.visir.is/g/20232470216d/ny-dimmali-mm-gangi-naerri-saemdar-retti-og-rett-maetum-vid-skipta-hattum

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page