Y Gallery: Peanuts - Carl Boutard
miðvikudagur, 4. maí 2022
Y Gallery: Peanuts - Carl Boutard
Næstkomandi laugardag, þann 7. maí kl.15, mun listamaðurinn Carl Boutard opna sýninguna Peanuts í Y gallery í Hamraborginni. Sýningin stendur til 28. maí næstkomandi.
Hér að neðan má sjá texta um sýninguna og í viðhengi er mynd af listamanninum ásamt verki eftir listamanninn:
Carl Boutard hefur í sinni listsköpun skoðað framleiðslu náttúrunnar sem fylgir ákveðnum strúktúrum og stöðugri endurtekningu. Á sýningunni Peanuts fæst listamaðurinn við samhljóminn milli mótaaðferða við skúlptúrgerð og þeirrar mótagerðar sem verður til af náttúrunnar hendi. Athyglin beinist að ytra laginu, skurninni, skelinni og belgnum.
Carl Boutard (f.1975) býr og starfar í Reykjavík. Hann er dósent í myndlist við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Á síðasta ári sýndi hann í Listasafni Reykjavíkur, Ásmundarsafni og Skissernas Museum í Lund.