top of page

Y Gallery, Hamraborg: y = a(x-h)2 + k - Hekla Dögg Jónsdóttir

508A4884.JPG

föstudagur, 28. október 2022

Y Gallery, Hamraborg: y = a(x-h)2 + k - Hekla Dögg Jónsdóttir

Næstkomandi laugardag, þann 29. október kl.15, mun listamaðurinn Hekla Dögg Jónsdóttir opna sýninguna y = a(x-h)2 + k í y gallery Hamraborg 12 (í húsnæði gömlu Olís bensínstöðvarinnar).

Hér að neðan má sjá texta um sýninguna og í viðhengi er mynd af listamanninum ásamt verki eftir listamanninn sem verður á sýningunni:

Á sýningunni y = a(x-h)2 + k í Y gallery vinnur Hekla Dögg Jónsdóttir með sjónrænt samspil tveggja rýma. Y gallery er í glerbyggingu frá áttunda áratugnum með tilheyrandi brúnum flísum á gólfinu sem kallast á við hvítar flísar úr heitum potti í Laugardalslaug. Þar er horft í gegnum iðandi vatnið á flísarnar á botninum og fylgst með þegar parabóla byrjar að myndast í hringiðu smátt og smátt þegar potturinn yfirfyllist. Parabólan er á stöðugri hreyfingu og á einhvern hversdagslegan hátt stærðfræðinnar beygir hún veruleikann svo að við sjáum tífalt meira rými.

Hekla Dögg stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1991 – 1994. Hún sótti skiptinám við Listaháskólann í Kiel í Þýskalandi og viðbótarnám við Staatliche Hochschule für Bildende Künste í Frankfurt am Main. Að loknu námi í Þýskalandi hélt Hekla til Bandaríkjanna til náms við Listaháskólann í Kalíforníu, California Institute of the Arts þaðan útskrifaðist hún með BFA gráður 1996 og MFA gráðu árið 1999. Allt frá útskrift hefur Hekla verið virk í sýningarhaldi og hefur sýnt í söfnum og á öðrum sýningarstöðum bæði hér heima og erlendis, meðal annars í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Tate Modern safninu í London og Truck samtímalistamiðstöðinni í Calgary í Kanada. Hekla hefur gegndi stöðu prófessors í myndlist við Listaháskóla Íslands frá árinu 2012 til 2021 og er einn af stofnendum og er meðlimur Kling & Bang.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page