Woody Vasulka: The Brotherhood
fimmtudagur, 31. október 2024
Woody Vasulka: The Brotherhood
Verið öll velkomin á opnun sýningarinnar 'The Brotherhood' eftir listamanninn Woody Vasulka í BERG Contemporary, þann 1. nóvember klukkan 17.
Heildarverkið 'The Brotherhood' er innsetning sem upphaflega samanstóð af sex sjálfstæðum einingum. Verkið hafði verið í þróun yfir tíu ára tímabil þegar það var í fyrsta og eina skiptið sýnt í heild sinni árið 1998. Það var í nýopnuðu safni NTT InterCommunication Center (ICC) í Tókíó. Það er af mörgum talið vera lykilverk listamannsins Woody Vasulka (1937-2019), en Woody var ásamt konu sinni Steinu frumkvöðull í vídeólist á heimsvísu.
Inntak 'The Brotherhood' er marglaga og er eitt eitt af allra fyrstu gagnvirku listaverkunum sem gerðu voru í heiminum. Woody taldi að uppruni nútíma hernaðar lægi í bræðralaginu sem reiði sig á fjölmiðlaáróður og tækni, auk þess sem verkið fjallar um karllægar hugmyndir um eyðileggingarmátt vélarinnar í samfélagi okkar. Hann varpar einnig fram áleitnum spurningum um möguleika tækninnar, og hvert tæknin muni leiða okkur, og hvort færa megi tæknileg kerfi inn á svið fagurfræðinnar. Verkin eru unnin úr fundnum tæknihlutum af haugum bandaríska hersins í Los Alamos, og þrátt fyrir að þessi uppsetning á innsetningunni hafi upphaflega átt að snúast um varðveislu og söguskráningu er óhætt að segja að inntak verkana eigi sterkt erindi við samtímann.