Vorsýning 2024: Fjölröddun - Björg Eiríksdóttir
fimmtudagur, 21. mars 2024
Vorsýning 2024: Fjölröddun - Björg Eiríksdóttir
Vorsýningin í stásstofunni árið 2024 er verkið Fjölröddun frá listakonunni Björgu Eiríksdóttur. Í verkinu Fjölröddun vinnur Björg með hugmyndina um að lög skynjana í náttúru vefjist hvert um annað og myndi mynstur í líkamanum.
Í verkum sínum notar Björg miðla eins og málverk, vídeó, teikningu og textíl. Viðfangsefnin eru oftast tengd líkama manneskjunnar og veru hennar í náttúru.
Björg var við meistaranám við myndlistardeild háskólans í Portó í Portúgal 2020-21. Hún lauk MA í listkennslu frá HA vorið 2017, diploma í myndlist frá Myndlistarskólanum á Akureyri 2003 og Bed frá KHÍ 1991. Hún starfar við myndlist samhliða kennslu myndlistargreina og listkennslugreina, hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og er þetta fjórtánda einkasýning hennar.
https://bjorgeiriksdottir.cargo.site/
https://www.instagram.com/bjorgeiriksdottir/
Sýningin opnar föstudaginn langa 29.mars klukkan 13 og stendur fram til 14.apríl. Á sama tíma opnar í Gallerý Klaustur ný sýning með verkum eftir Gunnar yngri.