VOR VERK í hAughúsi

fimmtudagur, 31. júlí 2025
VOR VERK í hAughúsi
VOR VERK í hAughúsi – fyrsta sýningin á nýjum heimavelli Akademíu skynjunarinnar í Héraðsdal í Skagafirði.
28. júní – 10. ágúst 2025
Þann 28. júní sl. opnaði Akademíu skynjunarinnar sýninguna Vor Verk í nýjum heimkynnum sínum, hAughúsi í Héraðsdal, Skagafirði, umbreyttu haughúsi sem nú þjónar sem listsalur.
Þar sýna meðlimir Akademíunnar: Myndlistarmennirnir Anna Eyjólfs, Ragnhildur Stefánsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir, Rúrí og heimspekingurinn Sigríður Þorgeirsdóttir. Gestalistamenn eru þýski myndlistamaðurinn Roman Schultze, japönsku myndlistamennirnir Takashi Hokoi og Rie Nakajima og bandaríski myndlistamaðurinn Brett Goodroad.
Verkin takast á við tengsl mannsins við umhverfið og náttúruna , ofgnótt og tímaskyn í bæði persónulegu og samfélagslegu samhengi.
Akademía skynjunarinnar hefur stýrt fjölmörgum mynlistarsýningum frá árinu 2017 sem haldnar hafa verið víðsvegar um land í óhefðbundnum rýmum en nú hefur Akademíunni opnast nýr möguleiki á sýningarrými í Héraðdal í Skagafirði.
Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl 13 - 18.
www.academyofthesenses.is


