top of page

Vor / Wiosna listahátíð

508A4884.JPG

miðvikudagur, 19. apríl 2023

Vor / Wiosna listahátíð

Í apríl fögnum við vorkomunni í fjórða sinn með listahátíðinni VOR/WIOSNA dagana 20.04 - 05.05.2023.

Í ár verður þema hátíðarinnar hönnun og mismunandi svið hennar, allt frá keramik og tísku til vöru- og matarhönnunar. Þátttakendur hátíðarinnar eru íslenskir listamenn með pólskan bakgrunn, hönnuðir af pólskum uppruna sem búa og starfa í Noregi ásamt listafólki sem býr og starfar í Póllandi. Verkin á sýningunni sýna mismunandi túlkun og skynjun á hvað hönnun er; það getur verið performatívur kvöldverður, listræn rannsókn á hreinsunarathöfnum eða stórfenglegur vasi þar sem efnið, form þess og vinnan við sköpunina er kjarninn í verkinu.

Að venju mun Vor einnig bjóða uppá vinnustofur fyrir börn og foreldra, þar verður endurvinnsla er í forgrunni. Unnið verður með hráefni úr umhverfinu og nytjahlutir skapaðir úr því. Síðast en ekki síst verður sýning á stuttum hreyfimyndum sem Ex Anima Foundation í Varsjá hefur umsjón með.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page