top of page
Vogue velur Andardrátt á glugga í Ásmundarsafni eina af áhugaverðustu sýningum í Skandinavíu árið 2023
miðvikudagur, 1. febrúar 2023
Vogue velur Andardrátt á glugga í Ásmundarsafni eina af áhugaverðustu sýningum í Skandinavíu árið 2023
Á dögunum birti tísku- og lífstílstímaritið Vogue Scandinavia yfirlitsgrein um áhugaverðustu myndlistarsýningar á Norðurlöndum fyrir árið 2023.
Ein af sýningunum á þeim góða lista er sýning Listasafns Reykjavíkur - Sigga Björg Sigurðardóttir og Ásmundur Sveinsson: Andardráttur á glugga, sem opnuð verður á Safnanótt 3. febrúar kl. 17.00 í Ásmundarsafni við Sigtún.
bottom of page