top of page

Visual Monologues: Sýningaropnun og vinnustofa í Litla Gallerí

508A4884.JPG

miðvikudagur, 17. maí 2023

Visual Monologues: Sýningaropnun og vinnustofa í Litla Gallerí

"Heilu hugarræðurnar urðu að grófum dráttum, hver stroka að höggi, ljúfleika eða sársauka, melankólík eða fjörleika, mýkt eða skarpleika, ást eða missi, kaldhæðni veraldarinnar eða skorti á visku."

Visual Monologues er ferðalag teikninga sem ég byrjaði á árið 2020, til að tjá á sjónrænu formi hvernig hægt er að upplifa heiminn án þess að notast við rökræða uppsetningu orða.

Otilia Martin Gonzalez er spænsk listakona og hönnuður, fædd í Þýskalandi og búandi í Reykjavík. Með menntun í sjónrænum samskiptum og áhuga á táknfræði hefur því list hennar þróast af ómeðvituðum hug og sjónræns táknmáls hans. Einfaldir hlutir verða tákn tilfinninga, skaps og aðstæðna á sláandi hátt, sem opna fyrir leið að fjörugri sjálfsþekkingu og forvitnilegri könnun.

Skrímsli, tákn, sálfræði og galdrar eru vafin inn í verk hennar. Hún hefur haldið listasýningar á Spáni, Japan, Rúmeníu, Bretlandi, Finnlandi og Ítalíu og hefur unnið Vazquez Diaz verðlaunin á Spáni.

Laugardaginn 20. maí 15:00-17:00 býður listakonan upp á vinnustofu í tengslum við sýninguna í Litla Gallerý. Um er að ræða 5 laus pláss og þátttaka frí. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt sendu línu á litlagallery@litlagallery.is

"Stundum eru orð of lítil, of stór, of fjarlæg eða köld til að lýsa upplifunum eða tilfinningum sem við upplifum. Þau virka of rökstudd, of klínísk eða gervileg, eða hugsanlega krefjast þær mörg orð til að tjá skynjun sem dvínar áður en við ýtum á takka eða liftum penna.

„Visual Monologues“ vinnustofa skaffar þátttakendum verkfæri til að hugmyndavæða og túlka þessar ólýsanlegu tilfinningar: kannski til að kasta út djöflum eða að velkoma einhverja blessun.

Á þessari 2ja klukkustunda vinnustofu mun listakonan leiðbeina gestum í nokkrum skrefum með skapandi æfingum sem aðstoða þátttakendur að ímynda sér hvernig þeim líður, gefa skynjunum lögun og lýsa tilfinningum sjónrænt.

Gestir munu eignast verkfæri sem þau geta nýtt sér í framtíðinni, sem hjálpa þeim við skapandi ímyndanir, innri rannsókn og ytri tjáningu."

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page