top of page

Vinnustofa í gerð lita, helgina 14. – 15. júní 2025

508A4884.JPG

föstudagur, 14. febrúar 2025

Vinnustofa í gerð lita, helgina 14. – 15. júní 2025

Uppgvötaðu hina tímalausu list að skapa þína eigin liti!

Himinbjörg listhús, Hellissandi, mun bjóða upp á námskeið í gerð og vinnslu litarefna og lita, það er að segja vatnslita, olíulita og tempera lita. David Kremer mun stýra námskeiðinu, en hann er einn helsti sérfræðingur í litum og og þeim ferlum sem eru viðhafðir við gerð lita til listmálunar.

David Kremer er eigandi og rekur Kremer Pigmente sem er í framvarðarsveita framleiðanda á þessu sviði í Evrópu. Þetta er því einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja fræðast um þau efni sem notuð eru í listmálun.

Hverju má búast við?
Um er að ræða tveggja daga vinnustofu, þar sem farið er í málralist, sögu og verklega þætti við gerð málverka til að gefa dýpri skilning á litarefnum, bindiefnum og því að búa til liti til málunar. Kennt verður hvernig vinna á liti úr náttúrulegum efnum til að mynda leir og steinefnum, og umbreyta í hágæða liti fyrir vatnslita, tempera og olíu aðferðir.

Það sem farið er yfir á námskeiðinu:
• Grunnur:
o Saga lita og málningar framleiðslu.
o Lykilhugtök er varða liti, bindiefni og leysiefni.
• Verklegur þáttur :
o Vinna litarduft (efni) úr náttúrulegu hráefni. (steinn og leir)
o Blanda litardufti við ólík bindiefni til að gera liti (málningu) fyrir málun málverka.
• Hvað lærist ? Afhverju að taka þátt ?
o Öðlast þekkingu til að geta búið til eigin liti frá grunni sambærilega til að mynda
olíulitum í túpu (bara betri )
o Öðlast kunnáttu og færni í klassískri tækni og aðferðum.
o Allt efni sem viðkomandi býr til á vinnustofunni getur viðkomndi tekið með sér.

Nánari lýsing:
• Um er að ræða tveggja daga námskeið sem fer fram á Himinbjörgum listhúsi daganna 14.-15. juní 2025.
• Fjöldi þáttakenda á námskeið er 10 manns.
• verð 75.000 kr. Hádegismatur innifalinn.

Námskeið greiðist eigi síðar en 1. maí 2025. Himinbjörg getur boðið upp á þrjú tveggja manna herbergi, með sameigilegu salerni og litlu eldhúsi. Verð:20.000 pr, herbergi. Einnig er hægt að finna aðra gistingu hér á Hellissandi. Þeir sem hafa áhuga hafið samband í síma 8993618. mail : bjarni@bjarnisig.com Þessi vinnustofa er tilvalin fyrir listafólk, forverði og alla sem áhuga hafa á því ferli sem liggur að baki litaframleiðslu.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page