top of page
Vinnustofa: Myndlistarsjóður – 24. janúar

föstudagur, 19. janúar 2024
Vinnustofa: Myndlistarsjóður – 24. janúar
Félagsmönnum SÍM býðst að taka þátt í vinnustofu um gerð umsókna í myndlistarsjóð. Hægt er að bóka 20 mínútna ráðgjöf og fá aðstoð við framsetningu á upplýsingum.
Vinnustofan fer fram miðvikudaginn 24. janúar milli kl. 13:00-17:00 í húsnæði SÍM að Hafnarstræti 16.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku – það má gera gegnum eftirfarandi hlekk: https://forms.gle/at2VRbjNrFeX14Dn6
Nánar um myndlistarsjóð:
Umsóknarfrestur fyrri úthlutunar úr myndlistarsjóði árið 2024 er mánudaginn 12. febrúar kl. 16:00.
Myndlistarsjóður veitir styrki til:
- undirbúnings og þróunar viðamikilla verkefna
- sýningarverkefna
- útgáfu, rannsókna og annarra verkefna
Ítarlegri upplýsingar: www.myndlistarsjodur.is
bottom of page