top of page

Vinningshafi jólakortasamkeppni SÍM

508A4884.JPG

föstudagur, 24. nóvember 2023

Vinningshafi jólakortasamkeppni SÍM

SÍM barst fjöldi tillaga að jólakorti félagsins 2023.

Nú höfum við farið yfir allar tillögurnar og valið vinningshafa. Höfundar jólakortsins í ár eru þeir Hjörtur M. Skúlason, myndlistarmaður og vöruhönnuður og Bertrand Kirschenhofer, grafískur hönnuður.

Á kortinu er kennileitum borgarinnar gert hátt undir höfði með áherslu á staði sem hýsa listir og menningararfinn. Byggingarnar kristallast í formi snjókorna með rafrænni tækni tölvuskjásinns.

Við óskum þeim til hamingju með vinningstillöguna!

Einnig viljum við þakka öllum þeim sem sendu inn tillögur að þessu sinni.

Með kveðju,
Starfsfólk SÍM

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page