top of page

Villigrös í Listhúsi Ófeigs

508A4884.JPG

miðvikudagur, 21. júní 2023

Villigrös í Listhúsi Ófeigs

Málverkasýningin Villigrös verður í undur fallegu rými í galleríi hjá Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 dagana 29. júlí til 23. ágúst. Til sýnis verða olíumálverk eftir Hafú sem unnin hafa verið undanfarin ár. Nafn sýningarinnar er dregið af einu þemanu á sýningunni. Þar er fengist við lífríki sem við skyggnumst sjaldan inn í, því sem er neðst niður við jörðina og fætur okkar þegar við göngum í óbyggðum. Einnig koma fyrir fígúratíf verk og borgarmyndir. Þetta er önnur einkasýning Hafliða Sævarssonar en undanfarin ár hefur hann sýnt á samsýningum á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM).

Um listamanninn:
Hafú er myndskreytir, listmálari og höfundur sem býr og starfar í Reykjavík. Hann lærði myndlist við Myndlistarskólann í Reykjavik, Li Po Chun UWC í Hong Kong og Hogeschool voor de Kunsten í Utrecht. Hann hefur haldið 1 einkasýningu hér á landi áður og 6 samsýningar á Íslandi, Danmörku, Hong Kong, Hollandi og Kína. Einnig fengist við sýningastjórnun og er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Olíumálverk eru helsta viðfangsefnið en einnig hefur verið fengist við skúlptúr, myndskreytingar og ritstörf. Í september 2022 kom út myndskreytta barnabókin Marísól og sjóflugvélin hjá Leó bókaútgáfu. Í málverkunum er efniviðurinn alltaf í forgrunni. Sú iðn að nota liti, striga og pensla og leyfa hráefninu að njóta sín er megintakturinn. Í upphafi ferilsins gerði Hafú semí-abstrakt fígúratíf verk en síðari ár borgar- og náttúrulífsmyndir. Landslagi á Norðurslóðum er gjarnan stillt með ímynduðum verum sem birtast líkt og úr öðrum heimi. Eftir 16 ára búsetu í Asíu með hléum eru merkjanleg áhrif úr austurlenskum bíómyndum og japönskum teiknimyndum. Nafn listamannsins er Hafliði Sævarsson og hann hefur um árabil starfað við verkefnastjórnun. Nánar á www.haflidi.art

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page