top of page

Victoria Björk & Inessa Saarits: Off key

508A4884.JPG

fimmtudagur, 11. september 2025

Victoria Björk & Inessa Saarits: Off key

Föstudaginn 12. september kl. 18:30 opnar sýningin „Falskur tónn“ eftir þær Victoriu Björk og Inessu Saarits í galleríi Listamannahússins í Pärnu. Verið hjartanlega velkomin!

Sýningartexti:

Ef ég man rétt
þá er það þarna
rétt utan við seilingarfjarlægð
nærvera þeirra flöktir eins og tunglskin á öldóttu vatni
þó skært, hikandi
þó beitt, hverfult
blindandi skugginn þeirra skyggir á minn eigin
við fölnum báðar
við gleymum báðar

Nýverið gekk einhver hér fram hjá.
Ljósblær af hverfandi skugga dvelur í jaðri sjónsviðsins, og skilur eftir sig tilfinningu um eitthvað sem er að bresta á. Tómur stóll, andlitsmynd, skór, brot og ókennilegar kunnuglegar minningar – augnablik sem þú hefur séð áður, en manst hvorki hvar né hvenær.

Í sýningu Inessu Saarits og Victoriu Björk renna minningar, draumar og tímabil saman í eitt. Brot úr minningum og draumum eru dreifð um sýningarrýmið – en uppruni þeirra hefur gleymst. Brotunum er haldið saman af húsgögnum sem byggð eru eftir aldargömlum ljósmyndum, þar sem forfeður Saarits sitja fyrir með húsgögn sem þeir smíðuðu sjálfir úr greinum.

Victoria Björk er myndlistarkona frá Reykjavík sem er nú búsett í Hamborg, Þýskalandi. Í verkum sínum vinnur hún með viðkvæmt jafnvægi tíma og náttúru, ræktunar og eyðileggingar, minninga og drauma. Með skúlptúrum, ljóðum og gjörningum býr hún til táknræn brot sem kalla fram sögur í bið – þar sem hið hverfula fær að haldast, þó í stuttan tíma.

Inessa Saarits leitar í verkum sínum tenginga milli listar og líffræði. Hún hefur áhuga á efnum sem breytast með tímanum – svo sem mó, hlaupi og sveppum – og skoðar heiminn í gegnum smásjá. Hún leitast við að brúa bilið milli sín og forfeðra sinna, með því að safna gömlum ljósmyndum og kafa í minnisbækur, krot og smáhluti frá ættingjum sínum. Hún útskrifaðist með gráðu í innsetningu og höggmyndalist frá Listaháskóla Eistlands og hefur einnig stundað framhaldsnám við Listaháskólann í Vín.

Sýningin er styrkt af: Menningarsjóði Eistlands, Karksi brugghúsinu og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar.

Viðburðir tengdir opnun:

Áður en „Falskur tónn“ opnar, verður opnun sýningarinnar „ARS AMATORIA – ARS MORIENDI“ eftir Viive Noor í Borgargalleríinu í Ráðhúsinu (Uus 4) kl. 16:00. Eftir það verða tvær nýjar sýningar opnaðar í Nýlistasafninu (Rüütli 40a) kl. 17:30.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page