top of page

Vicente Fita Botet - Dagleg Kynni

508A4884.JPG

miðvikudagur, 28. maí 2025

Vicente Fita Botet - Dagleg Kynni

Sýning gestalistamanns Gilfélagsins í maí mánuði opnar í deiglunni kl 19.00 á föstudaginn 30 maí.
Sýningin verður opin föstudag 30. maí frá 19 – 21 og laugardag 31. maí frá 14 – 15.45, ath. Sýningin hangir uppi meðan á tólleikum MÝR tríós stendur, sem hefjast kl. 16.00 þann 31.

Sýningin er öllum opin og enginn aðgangseyrir, á opnun verður boðið upp á léttar veitingar og spænskt góðgæti.

Vicente fæddist í Cuenca á Spáni árið 1964 og byrjaði að mála mjög ungur, innblásinn af tíðum heimsóknum mínum í Spænska abstraktlistasafnið í heimabæ mínum. Hann útskrifaðist í myndlist frá listaháskólanum í Cuenca og eftir að hafa tekið tímabil í Mulhouse í Frakklandi lauk hann meistaranámi frá Hollenska listaháskólanum í Enschede í austur héruðum Hollands.

Frá árinu 2001 hefur Vicente búið í Rotterdam þar sem hann sameinar störf sín sem listamaður við spænskukennslu.Í gegnum árin hefur hann byggt upp safn ljósmynda af hlutum sem hann finnur yfirgefna á götunni. Hver og einn þeirra segir sína sögu sem vekur athygli hanns.

Handann frásagnarinnar er áhugi listamannsinns bundinn leifum samtímans, það sem það sem við hendum gefur upplýsingar sem endurspegla lífsstíl okkar og afhjúpa menningarleg ferli sem liggja að baki mannlegri hegðun.

Í neysluhyggju samtímans eru kaup iðulega meiri fullnægja en not hlutarins sem aflað er. Hugtakið „hlutur-orsök löngunar – object-cause of desire“, sem er notað í Lacanískri sálgreiningu, vísar til þessa óljósa þáttar sem knýr löngun okkar áfram en verður í raun aldrei fullnægt.

Tilviljun er lykilþáttur í daglegri listiðkun Vicente, þar sem hann notar hinn „fundna hlut – Objet trouvé “ hugtak sett fram af dada og súrrealistum á síðustu öld, sem véfengdu hugmyndir um hið sanna eðli listarinnar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page