Við hringjum inn... í BERG Contemporary
fimmtudagur, 7. desember 2023
Við hringjum inn... í BERG Contemporary
Verið velkomin á sýningaropnun í BERG Contemporary, Klapparstíg 16 / Smiðjustíg 10, laugardaginn 9. desember klukkan 15-17. Yfirskrift sýningarinnar er Við hringjum inn...
Sýningin myndar yfirgripsmikla heild verka eftir fjölbreyttan hóp listamanna, en fókusinn verður þó helst á minni verk í eigulegum stærðum í hinum ýmsu miðlum. Málverk, ljósmyndaverk, lágmyndir úr plexigleri eða gifsi, vatnslitaverk og svo mætti lengi áfram telja.
Listamenn:
Bjarni H. Þórarinsson
Dodda Maggý
Finnbogi Pétursson
Goddur
Haraldur Jónsson
Hulda Stefánsdóttir
Katrín Elvarsdóttir
Páll Haukur
Rósa Gísladóttir
Sigurður Guðjónsson
Steina Vasulka
Þórdís Erla Zoëga
Mynd: Dodda Maggý, DeCore (étude), No. 6, (2017).