top of page

Verkefnastjóri miðlunar óskast í Listasafn Reykjavíkur

508A4884.JPG

fimmtudagur, 13. júlí 2023

Verkefnastjóri miðlunar óskast í Listasafn Reykjavíkur

Listasafn Reykjavíkur auglýsir lausa til umsóknar stöðu verkefnastjóra miðlunar í deild sýninga og miðlunar. Um er að ræða 70-100% starfshlutfall.

Verkefnastjóri miðlunar leiðir miðlunarstarf safnsins fyrir börn og ungmenni, þar með talið móttöku skólahópa, samskipti við skóla, smiðjur og námskeiðshald fyrir börn og fjölskyldur og annað sem snýr að ungum safngestum.

Leitað er að hugmyndaríkum, öflugum og jákvæðum einstaklingi sem hefur frumkvæði og metnað til að ná árangri í starfi. Viðkomandi þarf að hafa víðtæka þekkingu á myndlist og hæfni til að miðla til ólíkra hópa, hrífa með sér gesti og skapa með þeim eftirminnilega stund í safninu.

Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí 2023.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page