Vera Hilmars: Að hluta í sundur

fimmtudagur, 7. ágúst 2025
Vera Hilmars: Að hluta í sundur
Listasalur Mosfellsbæjar
8.ágúst - 5.september 2025
Formleg opnun sýningarinnar Að hluta í sundur / Partly apart eftir Veru Hilmarsdóttur verður föstudaginn 8.ágúst milli kl.16-18.
Í verkum sínum leitast Vera við að einfalda eigin hugmyndir um tilveru mannsins í gegnum núvitund, tíma og tengsl við upprunann, náttúru og innra sjálf. Hún nýtir aðferðir á borð við línuteikningu og punktaaðferð til að skapa tilfinningu fyrir tíma og kyrrð. Verkin sýna form, takt og endurtekningu sem birta ákveðna innri ró, einskonar hugleiðsla á striga.
Vera Hilmarsdóttir (f. 1992) lauk BA námi í myndlist við Listaháskóla Íslands árið 2018. Á öðru námsári fór hún í skiptinám til Berlínar, þar sem hún lagði stund á ljósmyndun og myndlist í eitt ár við The University of Applied Sciences Europe. Vera flutti aftur til Berlínar að námi loknu og starfaði þar sem listakona og fyrirsæta til ársins 2020.
Sýningin verður opin alla virka daga frá 12:00 -18:00.


