top of page

Verði ljós - Michal Korchowiec í Listval Gallery

508A4884.JPG

fimmtudagur, 7. desember 2023

Verði ljós - Michal Korchowiec í Listval Gallery

Laugardaginn 9. desember verða til sýnis í Listval nýjir ljósaskúlptúrar eftir listamanninn Michal Korchowiec. Skúlptúrana vinnur Michal úr sérvöldum antík lampaskermum frá árunum 1920-1980 sem hann hreinsar, skrúbbar og raðar saman í nýja heild. Upphaflega urðu skúlptúrarnir til við einmana iðju listamannsins í heimsfaraldrinum. Leikur með ljós, liti, birtu og form varð að viðleitni hans til að komast í gegnu einsemd og innilokun í gráum hversdagsleika einangrunar. Skúlptúrarnir lífguðu þannig upp á tilveruna, rétt eins og þeir lifna við í ljósaskiptunum þegar óvænt birta og blæbrigði lita lýsa upp skammdegið.

Michał Korchowiec (f. 1987) er pólskur listamaður sem vinnur með málverk, innsetningar og skúlptúr. Michal útskrifaðist af málarabraut við Academy of Fine Arts í Krakow.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page