Velkomin í samtalið á fimmtudaginn

þriðjudagur, 6. janúar 2026
Velkomin í samtalið á fimmtudaginn
Verið velkomin á fimmtudagsmorgun í samtal um skapandi greinar þar sem starfsumhverfi myndlistarmanna verður í brennidepli. Fundinum verður streymt á Facebook-viðburðinum: https://www.facebook.com/events/25577510118606912/
🔹 Emilia Telese, listamaður og fræðimaður, kynnir nýja skýrslu um lífsviðurværi myndlistarmanna sem hún vann fyrir hönd SÍM og var birt í desember. Niðurstöðurnar varpa ljósi á efnahagslega óvissu, mikið vinnuálag og kerfisbundnar hindranir fyrir sjálfbærni.
🔹 Í kjölfarið veitir Hlynur Hallsson myndlistarmaður innsýn í sína reynslu og sjónarhorn. Hlynur býr og starfar á Akureyri og í Berlín og var safnstjóri Listasafnsins á Akureyri 2014–2024.
Fundurinn er skipulagður af Rannsóknasetri skapandi greina í samstarfi við SÍM - Samband Íslenskra Myndlistarmanna, Icelandic Art Center / Myndlistarmiðstöð og CCP Games.
📝 Skráningu lýkur á morgun fyrir þá sem ætla að koma á staðinn, miðvikudaginn 7. janúar, kl. 12
CCP býður upp á kaffi og léttan morgunverð ☕🥐


