top of page

Veður fyrir Veðurstofu

508A4884.JPG

fimmtudagur, 21. nóvember 2024

Veður fyrir Veðurstofu

Myndlistarsýningin Veður fyrir Veðurstofu opnar helgina 16.-17. nóvember 2024

í Veðurstofu Íslands - Móttökurými og Undirheimum.

Opið frá klukkan 14:00-18:00
laugardag og sunnudag.



Sara Riel

Hrafnkell Sigurðsson

Sirra Sigrún Sigurðardóttir

Narfi Þorsteinsson

Einar Falur Ingólfsson

Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Hekla Dögg Jónsdóttir

Fischer



Formleg opnun er laugardaginn klukkan 14:00 þegar forstjóri Veðurstofu Íslands býður gesti velkomna.

Athugið að einungis verður opið fyrir almenning þessa einu helgi.
Sýningin mun hanga áfram í hálft ár og prýða móttöku stofnunarinnar sem og fyrirlestrar- og ráðstefnusal Veðurstofunnar sem nefnist Undirheimar.

Undirheimar var byggt sem kjarnorkubyrgi í kalda stríðinu og er enn í upprunalegum stíl. Þarna niðri er einnig að finna ofurtölvu sem þjónustar veðurstöðvar um allan heim.

Klukkan 15:00 á sunnudeginum 17.nóvember kynnir Einar Falur Ingólfsson nýútkomna bók sína Útlit Loptsins og í kjölfarið verða Sara Riel og Edda Ýr Garðarsdóttir með leiðsögn um sýninguna í Veðurstofunni og einnig við nýtt vegglistaverk eftir Söru Riel; Hvað er á milli Himins og jarðar? sem er staðsett í undirgöngum undir Bústaðarvegi. Göngin leiða inn í Suðurhlíðar sem er einnig þekkt sem hverfið á milli lífs og dauða

Listaverkin fjalla öll með einum eða öðrum hætti um veður og eru nýleg nútíma listaverk frá Íslandi.

Veður, veðurspá, veðurmælingar, veðurbreytingar, veður í tungumálinu, innra veður, sólarvindar, vindáttir, útilykt......


Verkefnið er styrkt af Myndstefi & Reykjavíkurborg

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page