VAXA: Hreyfi-innsetning Önnu Richardsdóttur og sýning Brynhildar Kristinsdóttur
fimmtudagur, 26. september 2024
VAXA: Hreyfi-innsetning Önnu Richardsdóttur og sýning Brynhildar Kristinsdóttur
Hreyfi-innstetning Önnu Richardsdóttur og sýning Brynhildar Kristinsdóttur í Mjólkurbúðinni sal Myndlistarfélagsins, laugardag 21. september kl.14.00
Við pössum ekki alltaf inn í formin sem okkur eru úthlutuð. Í samfélögum manna hafa verið búin til sniðmát og kerfi sem þjóna ekki lengur tilgangi sínum og eru fyrst og fremst að viðhalda eigin tilvist. Þau eru hætt að þjóna bæði mennskunni og jörðinni. Sum okkar kjósa að vaxa eins og rætur í allar áttir á meðan aðrir kjósa beinni brautir. Gjörningur Önnu og geómetrísku verk Brynhildar á sýningunni vísa til mennskunnar og hugleiðinga um skelina og efnið. Hvað er fyrir innan hvað er fyrir utan og hvernig viljum við vaxa